Lífsstíll

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. október 2018 14:00

„Allir nuddararnir sem hér starfa eru löggiltir og mjög hæfir. Nudd er gott fyrir alls konar fólk, bæði þá sem þjást af verkjum og bólgum en líka þá sem eru frískir en þurfa á góðri slökun að halda. Hingað kemur fólk á öllum aldri, til dæmis skrifstofufólk en líka gjarnan námsmenn, sem eru oft með aumar axlir og bak rétt eftir prófatarnir,“ segir Josy Zareen, sem rekur nuddstofuna Costa Verde að Ármúla 40.

„Endurtekið nudd getur haft sambærileg áhrif og sjúkraþjálfun,“ segir Josy en á stofunni hennar er boðið upp á margs konar nuddmeðferðir, til dæmis slökunarnudd, heitsteinanudd, shiatsu-nudd, STM-nudd og svæðanudd.

Gjafabréf í nudd er frábær jólagjöf en gjafabréfin má nálgast á vefsíðunni costaverde.is og fá nánari upplýsingar um nuddmeðferðirnar þar.

Josy er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi það sem af er þessari öld. Hún hefur lengi kennt Íslendingum magadans sem hefur orðið sífellt vinsælli en að Ármúla 40 er einnig rekið magadansstúdíó.

Gæsapartí og steggjapartí

Í Costa Verde er líka boðið upp á gæsapartí og steggjapartí og hafa þau notið sívaxandi vinsælda. „Hér starfar hópur af mjög flinkum dönsurum og það eru nokkrar tegundir af dönsum í boði fyrir hópinn. Partíið er oftast haldið í danssalnum hérna og oft koma gestirnir með drykki með sér. Stundum fer hin væntanlega brúður eða brúðgumi í nudd á eftir,“ segir Josy.

Meðal danstegunda sem eru í boði eru magadans, Bollywood, Samba, Burlesque, Salsa, Polefitness og fleiri.

Nánari upplýsingar um gæsa- og steggjapartíin og pantanir eru á vefsíðunni gaesaparty.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta