Heilsusamlegt sælgæti án viðbætts sykurs

Margir eru staðráðnir í að stórbæta mataræði sitt á nýju ári og draga úr sykurneyslu. En maður verður stundum að leyfa sér eitthvað og þá er best að fá sér góðgæti sem er bæði bragðgott og hollt. Þurrkað Mango snakk, hnetusmjör og Orkupokinn eru allt heilsusamlegt góðgæti sem inniheldur engan viðbættan sykur.

Piparmöndlurnar frá H-Berg slógu rækilega í gegn á nýliðnu ári og má segja að sannkallað piparmöndluæði hafi geisað. Núna er nýtt æði að fara í gang því komnar eru í verslanir möndlur með karamellukremi og sjávarsalti, lostæti sem sprengir alla skala hjá bragðlaukunum.

Vörurnar frá H-Berg eru til sölu í öllum matvöruverslunum. Nánari upplýsingar eru á www.hberg.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.