fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Hlúðu vel að húðinni með góðri meðferð

Kynning

Heilbrigð húð endurspeglar heilbrigðan líkama

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HÚÐIN er húðmeðferðarstofa sem var opnuð fyrir tveimur mánuðum að Hátúni 6b í Reykjavík. Þar er boðið upp á ýmsar meðferðir sem auka heilbrigði húðar. Einnig er hægt að fá persónulega ráðgjöf um val á meðferð og hvað hægt sé að gera til að viðhalda heilbrigðri húð. Verði er stillt í hóf og reglulega er boðið upp á tilboð á meðferðum.

Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunar- og förðunarfræðingur, eru eigendur stofunnar.

„Við meðhöndlum saklausar húðbreytingar eins og háræðaslit, fínar og djúpar andlitslínur, og óhreina húð, svo eitthvað sé nefnt,” segir Lára. „Við bjóðum einnig upp á laserháreyðingu, Restylane-fylliefni og ýmislegt til að fríska upp á húðina og hressa upp á útlitið.“

Hugsaðu vel um húðina

Húðin gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í lífi okkar og því mikilvægt að hugsa vel um hana. Hún ver okkur gegn sýklum, óhreinindum, aðskotahlutum og útfjólubláum geislum sólarinnar. Taugaendar í húðinni láta okkur vita ef eitthvað er of heitt eða kalt, oddhvasst eða bitlaust og við létta snertingu sendir hún heilanum skilaboð sem slaka á líkamanum. Einnig er húðin mikilvæg til að stjórna vökvainnihaldi líkamans og hitastigi hans svo eitthvað sé nefnt.

Ýmislegt hefur áhrif á heilbrigði húðarinnar og vega þyngst ljósabekkjanotkun, sólböð og reykingar, sem allt hefur þau áhrif að húðin eldist hraðar. Húðin byrjar að missa styrkleika og teygjanleika um þrítugt og því fyrr sem maður byrjar að hugsa vel um húðina, því betur eldist hún.

Hjá HÚÐINNI er boðið upp á fjölbreyttar húðmeðferðir fyrir allan aldur og er meðferð valin sem hentar best hverjum og einum.

Meðferðir sem vinna á ysta lagi húðarinnar og henta flestum eru demantshúðslípun sem er vinsæl meðferð sem hreinsar húð, gefur ljóma og frísklegt yfirbragð. Einnig er að fara af stað ávaxtasýrumeðferð sem endurnýjar efsta lag húðar og vinnur á ýmsum húðvandamálum.

Meðferðir sem vinna í dýpri lögum húðarinnar eru lasermeðferð sem dregur meðal annars úr slappleika, fínum og djúpum línum og örum eftir bólur, og dermapen þar sem notaðar eru örsmáar nálar til að byggja upp húðina. Þessar meðferðir eiga það sameiginlegt auka styrkleika og teygjanleika húðarinnar og gera hana áferðarfallegri. Lasermeðferð er nú afar vinsæl til að eyða hárum varanlega og með laser er einnig hægt að fjarlægja háræðaslit, sólarskemmdir, húðflúr og minnka rósroða.

Annað sem er vinsælt í dag eru Restylane-fylliefni sem innihalda náttúrulegar sykrur sem sprautað er í undirhúð til að gefa aukinn raka og grynnka línur. Síðan er hægt að gefa fyllingu í varir á náttúrulegan máta eftir óskum hvers og eins.

Hjá Húðinni bjóða Sigríður og Lára upp á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf í notalegu umhverfi.

Húðin er að Hátúni 6b, Reykjavík. Síminn er 783-2233.
Húðin er með heimasíðu: hudin.is og jafnframt á Facebook og Instagram: hudin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum