fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

„Það gefur mér mikið að hjálpa fólki og sjá það ná árangri“

Kynning

Hjalti Már Kárason þjálfar hjá Reebok Fitness

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Már Kárason er einkaþjálfari hjá Reebok Fitness og þjálfar í þeirri stöð, sem hentar hverjum viðskiptavini. Hann byrjaði hjá Reebok Fitness í fyrra, en hefur þjálfað í 13 ár.

„Ég var í frjálsum íþróttum frá 6–15 ára aldri og hef alla tíð verið í íþróttum, tók einkaþjálfarann árið 2006 og hef þjálfað óslitið síðan,“ segir Hjalti Már. „Mér finnst gaman að hjálpa fólki og sjá það ná árangri, það gefur mér svo mikið.“

Margir viðskiptavinir hans hafa orðið góðir kunningjar hans í ræktinni, enda samskipti þjálfara og viðskiptavinar sem æfa saman í langan tíma mikil.

Hjalti Már býður upp á einkaþjálfun, paraþjálfun og hópaþjálfun. Auk þess að bjóða upp á mælingar og matarprógrömm. Viðskiptavinir eru á öllum aldri og af báðum kynjum. „Einkaþjálfunin er vinsælust, en paraþjálfun er líka vinsæl,“ segir Hjalti Már. „Mér persónulega finnst skemmtilegra að vera með fólkið hjá mér, mér finnst það gefa mér meira,“ segir Hjalti Már aðspurður hvort hann bjóði upp á fjarþjálfun.

Hjalti Már er einnig með hópatíma hjá Reebok. „Þeir eru ætlaðir til að styrkja kvið og mjóbak, ég skipti tímum yfirleitt í þrennt, byrja á fótum, fer svo í efri partinn og enda á kviði og mjóbaki. Síðan endum við á teygjum í lokin.“

Til að hafa samband við Hjalta Má má hringja í síma 867-3531 eða senda tölvupóst á hjaltimar77@gmail.com.

Umsagnir:

„Með markvissum æfingum, jákvæðri hvatningu og dassi af húmor kom Hjalti okkur hjónum aftur af stað í ræktina eftir langt sófasetutímabil. Hjalti er ljúfur og þægilegur í samskiptum, en gefur engan afslátt af æfingum þó að aðlögun æfinga sé sjálfsagt mál. Árangurinn lét ekki á sér standa og kom það mér á óvart að fara úr tveimur aumum armbeygjum í upphafi yfir í 30 eftir tímabilið. Ég, sem þoldi ekki armbeygjur, var farin að taka þær nokkrar heima hjá mér milli tíma. Við mælum heils hugar með Hjalta.“
-Bryndís Eva Jónsdóttir.

„Ég er 15 ára strákur og eftir að ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Hjalta hef ég náð miklum framförum, ég æfi fótbolta og þar hefur sérhæfð þjálfun nýst mér vel. Einnig hefur árangurinn gefið mér aukið sjálfstraust.“
-Tristan Þór

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum