fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Gardínuþvottur sparar fé og er umhverfisvænn

Kynning

Nýja tæknihreinsunin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað gardínuþvottur getur sparað mikla peninga. Fyrirtæki eru stundum að henda sérsaumuðum gardínum sem kosta 40.000 krónur stykkið á meðan það kostar aðeins 3.000 krónur að þvo þær svo þær verði alveg eins og nýjar. Þetta er bæði sóun á peningum og plasti,“ segir Íris Eiríksdóttir hjá fyrirtækinu Nýja tæknihreinsunin sem sérhæfir sig í gardínuþvotti.

Nýja tæknihreinsunin sinnir bæði gardínuþvotti fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Almenningur kemur gjarnan með gardínur í þvott fyrir jólin en verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir eru stærri og reglulegri. Íris segir að gott sé að þvo gardínur á að minnsta kosti tveggja ár fresti: „Sólin eyðileggur þetta svo mikið ef ekki er þvegið,“ segir hún.

Nýja tæknihreinsunin er með föst verkefni í gardínuþvotti fyrir Alþingi, Landspítalann, Össur og fleiri stóra aðila. Notast er við eina stóra vél fyrir verkin, sem er innflutt frá Bandaríkjunum, en vélin er sérhönnuð fyrir gardínuþvott og gerð úr sérsmíðuðu stáli. Í vélina er síðan sett sérstök náttúruvæn sápa sem hentar fyrir gardínur.

„Fyrirtækið hefur starfað í 20 ár en ég og maðurinn minn tókum við rekstrinum af tengdaforeldrum mínum síðastliðinn maí. Við fluttum reksturinn frá Selfossi og í Kópavoginn og síðan um verslunarmannahelgina má segja að þetta hafi sprungið út og verkefnum hefur fjölgað gífurlega,“ segir Íris.

„Við höfum líka sérhæft okkur í sótthreinsun á gardínum fyrir myglu. Þannig tókum við fyrir allt Bugl-húsið hjá Landspítalanum í samvinnu við verkfræðistofuna Eflu. Sambærileg verkefni standa nú yfir fyrir aðra aðila.“

Nýja tæknihreinsunin er til húsa að Askalind 4 í Kópavogi. Símanúmer 897-3634.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum