fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. september 2018 09:00

Ingibjörg Salóme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar urðu á starfsemi fyrirtækisins Gæludýr.is í fyrra en sölustöðum var fjölgað og elsta verslunin flutti frá Korputorgi á Bíldshöfða. Sölustaðirnir eru nú alls fjórir auk öflugrar vefverslunar á gaeludyr.is.

„Gæludýr.is hóf starfsemi sem vefverslun árið 2008 en árið 2010 opnuðum við fyrstu búðina á Korputorgi. Ári síðar opnuðum við á Smáratorgi. Í fyrra urðu síðan miklar breytingar og stækkun á starfseminni: Í mars opnuðum við nýja verslun í Helluhrauninu í Hafnarfirði, snemma um haustið flutti verslunin á Korputorgi burt þaðan og var opnuð að Bíldshöfða, og í október opnuðum við nýja verslun að Fiskislóð,“ segir Ingibjörg Salome Sigurðardóttir, eigandi fyrirtækisins.

Sölustaðir og afgreiðslutímar eru eftirfarandi:

Bíldshöfði 9 – Opið mánudaga til föstudaga frá 11 til 18:30 – laugardaga 10 til 18 og sunnudaga 12-18

Smáratorg – Opið mánudaga til föstudaga frá 11 til 18:30 – laugardaga 10 til 18 og sunnudaga 12-18

Helluhrauni 16-18 (við hliðina á Bónus) – Opið mánudaga til föstudaga frá 11 til 18:30 – laugardaga 10 til 18 og lokað á sunnudögum.

Fiskislóð 1 – Opið mánudaga til föstudaga frá 11 til 18:30 – laugardaga 10 til 18 og sunnudaga 12-18

Þrátt fyrir allar þessar glæsilegu verslanir eru mikil viðskipti í gegnum vefverslunina á gaeludyr.is: „Margir fastakúnnar versla reglulega á netinu og finnst það þægilegt. Mörgum finnst þægilegt að gera þessi föstu innkaup í gegnum vefverslunina, kaupa katta- og hundamat, nammi, kattasand og þess háttar, en koma við í einni af versluninni ef þeir þurfa nýtt bæli eða búr fyrir dýrið,“ segir Ingibjörg.

Hundar velkomnir í verslanirnar – hluti af gönguferð með hundinn

Hundar eru velkomnir í allar verslanirnar fjórar og segir Ingibjörg að hundaeigendur nýti sér það óspart, sérstaklega viðskiptavinir verslunarinnar að Fiskislóð: „Göngustígurinn er við hliðina á búðinni og það er partur af göngutúrnum með hundinn að koma við í versluninni, kaupa dálítið hundanammi og halda svo áfram,“ segir Ingibjörg

Hófsemi í álagningu tryggir hagstætt verð

Gæludýr.is er skilgreind sem lágvöruverðsverslun með vörur fyrir gæludýr og segir Ingibjörg að gott verð sé fyrst og fremst tryggt með hóflegri álagningu auk ráðdeildar í rekstri. „Flutningskostnaður hefur vitanlega sitt að segja en við kappkostum að halda verðinu ávallt nálægt verðlagningu á Norðurlöndunum og Norður-Evrópu,“ segir Ingibjörg.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni gaeludyr.is en ekki er síður áhugavert fyrir gæludýraeigendur að koma í verslanir fyrirtækisins. Þar finnur þú ábyggilega margt sem kemur sér vel fyrir gæludýrið þitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum