fbpx
Lífsstíll

EM Sendir: Persónulega og hjálpsama sendibílaþjónustan

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 08:00

EM Sendir er lítil sendibílaþjónusta sem sérhæfir sig í að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu bæði einstaklingum og litlum fyrirtækjum. EM Sendir reynist mörgum ómetanleg hjálparhella, vinnur verk sem aðrir taka ekki að sér og kemur oft til bjargar við aðstæður þegar fólk veit hreinlega ekki hvert á að snúa sér, til dæmis varðandi úrgang og sorp sem ekki er veitt móttaka á hefðbundnum endurvinnslustöðvum, og við margvíslegar aðrar aðstæður.

EM Sendir er í eigu þeirra Einars Margeirs Kristinssonar og tengdaföður hans, Hafþórs Harðarsonar, en þeir hafa yfir að ráða tveimur meðalstórum sendibílum. Bílarnir henta í minni búslóðarflutninga hjá pörum eða einstaklingum en auk þess veita þeir félagar alls konar þjónustu, aka með sorp, skutlast með vörur fyrir fyrirtæki og sinna jafnvel tiltekt, til dæmis í bílskúrum og ruslageymslum.

„Varðandi búslóðaflutninga þá hentar okkar þjónusta best til dæmis stúdentum, þeim sem eru að flytja að heiman frá sér í fyrsta skipti og jafnvel þeim sem eru að flytja á síðasta heimilið sitt, þ.e. dvalarheimili,“ segir Einar.

Mikil þörf fyrir svona þjónustu

„Fólk er oft hissa á hvað við veitum mikla þjónustu. Þegar allt er á hvolfi í bílskúrnum þínum getum við komið, farið með ruslið og gengið frá því. Það sama gildir um ruslið í garðinum og svo framvegis. Oft erum við ruslakarlar fyrir það sem hin almenna sorphirða tekur ekki. Við erum oft fengnir í alls konar sérkennileg verkefni sem fólk situr uppi með. Gott dæmi er iðnaðarrusl sem verður eftir þegar fólk hefur farið í gegnum breytingar á húsnæði og það veit ekkert hvar það getur losað sig við slíkan úrgang. Stundum eru þetta stórir steypuklumpar sem vega hundruð kílóa. Þá mætir maður bara með mannskap og burðarbönd og leysir málið.“

Viðskiptavinahópur EM Sendis er mjög fjölbreyttur og ljóst er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu: „Þetta er bara öll flóran en fyrst og fremst er venjulegt fólk sem þarf á þessari þjónustu að halda, persónulegri þjónustu varðandi verkefni sem það getur ekki leyst sjálft. Fólk sem á bara fjölskyldubíl eða jafnvel engan bíl, þarf að taka til í geymslunni sinni og hefur oft engin tök á að losa sig við ruslið. Þarna komum við inn og leysum vandann. Eða þegar eldra fólk klippir tréð í garðinum sínum. Hver á að fara með greinarnar á Sorpu ef þetta er ekki tekið? Það hentar ekki öllum að setja þetta í skottið á bílnum sínum.“

Dæmi um úrgang sem EM Sendir losar viðskiptavini sína við

Þjónusta við veitingahús

Eins og áður kom fram vinnur EM Sendir töluvert fyrir fyrirtæki, sérstaklega við smærri vörusendingar á morgnana fyrir til dæmis heildsölur. En þeir félagar vinna einnig fyrir veitingastaði: „Ég hef bakgrunn úr hótel- og veitingarekstri og sú reynsla meðal annars gerir okkur kleift að þjónusta veitingastaði. Við losum þessa aðila við ruslið sem þeir hafa ekki hugmynd um hvert á að fara með. Eða ef afgangsolían er ekki hirt reglulega af efnamóttökunni þá vitum við hvert á að fara með hana. Það sama gildir um endurvinnslugler og ýmsar aðrar ruslaferðir þar sem sorphirðan tekur af einhverjum ástæðum ekki við, en við vitum hvert á að fara með þetta efni. Við vitum líka hvort það kostar að farga hlutum og hvað það kostar.“

Þess má geta að þeir Einar og Hafþór aka líka fyrir Nýju Sendibílastöðina og þess vegna eru bílar þeirra merktir henni. Nýja Sendibílastöðin virkar eins og bílaleigustöðin fyrir utan að bílstjórarnir eiga hlut í henni.

Þeir sem vilja nýta sér þjónustu EM Sendis eða fá frekari upplýsingar geta sent skilaboð inni á Facebook-síðunni www.facebook.com/EMSendir/ en einnig má hringja í síma 696-0420 eða 896-6283.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Bílahöllin-Bílaryðvörn: Hágæða Dinitrol-ryðvarnarefni og fagmennska við ryðvörn

Bílahöllin-Bílaryðvörn: Hágæða Dinitrol-ryðvarnarefni og fagmennska við ryðvörn
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Bílaverkstæðið Smur og dekk: Dekkjaþjónusta, almennar viðgerðir og dráttarbílaþjónusta

Bílaverkstæðið Smur og dekk: Dekkjaþjónusta, almennar viðgerðir og dráttarbílaþjónusta
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Íslendingar flykktust á The Nun um helgina: Langstærsta opnunin

Íslendingar flykktust á The Nun um helgina: Langstærsta opnunin
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum

Rauða serían eignast fjölmarga nýja lesendur með raf- og hljóðbókum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Reykjavík Meat: Loksins steikarstaður í fínni kantinum

Reykjavík Meat: Loksins steikarstaður í fínni kantinum