Lífsstíll

Blómstrandi dagar í Hveragerði: Einn af hápunktum sumarsins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. júní 2018 14:00

Sumarið ber margt heillandi í skauti sér og eitt af því sem margir landsmenn hlakka til er bæjarhátíðin Blómstrandi dagar sem haldin er í hverjum ágústmánuði í Hveragerði. Þá blómstrar blómabærinn Hveragerði sem aldrei fyrr, bæjarbúar eru í hátíðaskapi og gestir streyma víða að.

„Það er óljóst hvað saga hátíðarinnar nær langt aftur, þetta byrjaði í grasrótinni þar sem einstaklingar í bænum tóku sig saman og héldu hátíð. Undanfarin 20 ár hefur þetta verið með formlegri hætti og er hátíðin orðin mjög stór,“ segir Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðis.

Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags en nær hápunkti á laugardegi. Í ár eru Blómstrandi dagar dagana 16. til 19. ágúst. „Við erum með margt í boði eins og áhugaverðar listsýningar, tónlistarviðburði og heilsutengda viðburði fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Jóhanna Margrét en boðið er upp á metnaðarfullar listsýningar í listasafni Árnesinga, steinasýningu og margt fleira.

Á fimmtudagskvöldinu eru tónleikar með Jóni Ólafssyni og Hildi Völu í Skyrgerðinni. Á föstudagskvöldið stíga Blúsmenn Andreu á svið og er þetta í fyrsta skipti sem þau koma fram á hátíðinni. „Við eigum líka marga frábæra tónlistarmenn hér í bænum og verða tónleikar víða um bæinn alla hátíðardagana,“ segir Jóhanna Margrét.

Hátíðin springur út á laugardeginum

Gífurlega skemmtileg stemning er í Hveragerði á laugardeginum þegar hátíðin nær hámarki. Kjörís stendur þá fyrir ísdeginum sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi. Glæsileg flugeldasýning er um kvöldið og Hvergerðingurinn Sóli Hólm stýrir brekkusöng. Eins og flestir vita er Sóli Hólm frábær eftirherma og það spillir ekki fyrir skemmtuninni þegar landsfrægir karakterar taka að stýra brekkusöngnum með honum.

Hér hefur aðeins verið drepið á því helsta í dagskránni en bæjarbúar og þjónustuaðilar í bænum taka mjög virkan þátt. „Fólk leggur hátíðinni lið með því að skreyta sín hverfi og sinn garð – bílskúrsmarkaðir og gallerí eru úti um allan bæ og margir opna hús sín fyrir hátíðargestum og er meðal annars boðið upp á tónlist, myndlist og jafnvel brauðbakstur,“ segir Jóhanna Margrét.

„Af ógrynni dagskrárliða má einnig nefna heimsókn fornbílaklúbbsins, Leikhópsins Lottu, BMX brós o.fl. Einnig verður hin vinsæla söguferð með Nirði á sínum stað og margt fleira. Rafskutluferð góðborgara vakti sérstaka lukku í fyrra og verður hún aftur í ár. Þar geta allir eigendur rafskutlna tekið þátt en þeir eru margir á virðulegum aldri. Eftirtektarvert er hve margir Hvergerðingar eiga rafskutlur,“ segir Jóhanna Margrét enn fremur.

Þegar nær dregur hátíðinni verður nánari dagskrá birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar, hveragerdi.is og blomstrandidagar.is. Birt verður kort með nákvæmri staðsetningu og tímasetningu viðburða, stórra sem smárra. Á Facebook-síðunni Blómstrandi dagar í Hveragerði verða einnig ítarlegar upplýsingar og þar er nú þegar hægt að skoða skemmtilegt efni frá fyrri hátíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Bláfjöll og Skálafell bíða spennt eftir snjónum!

Bláfjöll og Skálafell bíða spennt eftir snjónum!
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum
Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár