FókusLífsstíll

GeoSilica bætir við sig nýjum vörum

Kynning

100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni

Svava Kristín Grétarsdóttir
Laugardaginn 9. september 2017 11:00

GeoSilica er sprotafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Fyrsta vara geoSilica kom á markað árið 2015 en um er að ræða hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi tilbúið til inntöku. Kísilsteinefnið hefur margvíslega heilsusamlega virkni, getur m.a. verið fyrirbyggjandi varðandi beinþynningu, örvað kollagenmyndun og bætt nýtingu kalks og annarra steinefna.

Kísilsteinefni er lífsnauðsynlegt steinefni sem styrkir allan bandvef líkamans. Það er gott fyrir alla.
Kísilsteinefni er lífsnauðsynlegt steinefni sem styrkir allan bandvef líkamans. Það er gott fyrir alla.

Skortur á kísilsteinefni getur haft alvarlegar afleiðingar

Flest fáum við öll þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast úr fæðu en þó eru á því undantekningar, segir Fida Abu, framkvæmdastýra geoSilica. Skortur á steinefnum eins og kísil getur haft alvarlegar afleiðingar á stoðkerfi, bandvef og þroska beina. Þá sýna rannsóknir að kísilinntaka eykur þéttleika beina, en beinþynning er mikið áhyggjuefni meðal vestrænna þjóða. Nú hefur geoSilica þróað nýjar vörur til að ýta undir virkni kísilsins. Nýjar vörur geoSilica; Renew, Repair og Recover, innihalda jafn mikið magn af kísil með viðbættum steinefnum. Með því að bæta steinefnum við grunnvöruna sem er sérsniðin fyrir mismunandi virkni og hafa að einhverju leyti áhrif á sömu þætti og kísill, er hægt að ýta enn frekar undir þá virkni sem kísillinn stendur fyrir. Völdu steinefnin eru byggð á rannsóknum sem gerðar voru af geoSilica. Allar vörurnar eru lausar við öll aukaefni og eru því eins náttúrulegar og hugsast getur.

Reynslusaga : Kísillinn var greinilega það steinefni sem mig vantaði

Renew er sérstaklega ætlað fólki með mikið hárlos og er hannað til að styrkja hár, húð og neglur.
Renew er sérstaklega ætlað fólki með mikið hárlos og er hannað til að styrkja hár, húð og neglur.

„Þegar ég las um kísilinn þá sá ég að þarna var eitthvað fyrir mig. Kísillinn var greinilega það steinefni sem mig vantaði til að auðvelda líkamanum upptöku á kalki og magnesíum. Ég er búin að taka kísilinn í tvö ár og er ekki að hætta. Ég finn það að ég er öll hraustari og heilbrigðari en það er sjáanlegur munur á hári, húð og nöglum. Ég mæli hiklaust með kísilvökva frá geoSilica“ – Telma Matthíasdóttir, einkaþjálfari og eigandi fitubrennsla.is

Vörur geoSilica eru fáanlegar í öllum helstu apótekum, heilsuverslunum, Nettó, Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Duty Free ásamt því að vera í Jarðhitasýningu ON.

Frekari lýsingu á vörunum má finna inni á heimsíðu fyrirtækisins, geosilica.is.

Svava Kristín Grétarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins