Flokkur fólksins kynnir oddvita í dag

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Mynd: Brynja

Flokkur fólksins heldur haustþing flokksins í Háskólabíói í dag. Fundurinn hefst kl.14 en húsið verður opnað kl. 13. Á dagskrá er meðal annars kynning á oddvitum allra kjördæma fyrir alþingiskosningarnar þann 28. októnber.

Auk þess munu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, flytja ávörp. Þá verða einnig fyrirspurnir og umræður.

Allir eru velkomnir á fundinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.