fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Árbæjarblóm sjá um skreytingarnar í veisluna

Kynning

Góð samvinna við viðskiptavininn lykilatriði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. september 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem skiptir miklu máli í vel heppnaðri veislu eru fallegar skreytingar sem gjarnan eiga stóran þátt í að skapa rétta stemningu sem hæfir tilefninu. Blómaverslunin Árbæjarblóm hefur sérhæft sig í skreytingarþjónustu fyrir hin ýmsu tilefni. Eigandi verslunarinnar er Helga Marta Helgadóttir en hún leggur mikla áherslu á góða samvinnu við viðskiptavininn sem er lykilatriði að vel heppnaðri útkomu.

„Við tökum að okkur skreytingar fyrir alls konar veislur, brúðkaup, skírnir, fermingar, útfarir – hvað sem til fellur. Þegar fólk undirbýr veislu kemur það gjarnan til okkar með ákveðnar hugmyndir sem við reynum útfæra í góðri samvinnu við viðskiptavininn. Við förum jafnvel í salinn, skoðum okkur um og komum með hugmyndir á móti um hvernig hægt er að vinna verkefnið. Ef við erum að skreyta sal förum við alltaf á staðinn ef við höfum ekki komið þangað áður,“ segir Helga.

Ljóst er að þessi ólíku tilefni krefjast færni í að skreyta sali á mjög ólíkan hátt eða eftir tilefninu hverju sinni. „Líka að hlusta alltaf vel á viðskiptavininn og hvaða væntingar hann hefur,“ segir Helga og bætir við að Árbæjarblóm sinni fyrirtækjaþjónustu líka í sívaxandi mæli: „Við sinnum fyrirtækjum mikið enda erum við þannig staðsett að við erum með gríðarlega mörg fyrirtæki í kringum okkur. Þetta eru gjarnan árshátíðir en líka ýmis önnur tilefni hjá fyrirtækjum, stór og smá.“

Árbæjarblóm er staðsett að Hraunbæ 102, 110 Reykjavík. Síminn er 567-3111. Heimasíðan er arbaejarblom.is. Verslunin er opin mánudaga til laugardaga frá 10 til 19 og sunnudaga frá kl. 11 til 18.

Helga segir algengast að fólk komi beint í verslunina til að panta skreytingarþjónustu. Margir hringja þó á undan sér í síma 567-3111 til að gera boð á undan sér enda gott að finna tíma til að setjast niður með viðskiptavininum og ræða málin vandlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum