fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Einstakur bar og útsýnisstaður í einu elsta samkomuhúsi borgarinnar

Kynning

Petersen-svítan í Gamla bíói

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla bíó var opnað árið 1927 og hefur því verið samkomuhús þjóðarinnar í 90 ár. Það hefur þjónað sem kvikmyndahús, óperuhús og tónleikahús. Fyrir rúmlega þremur árum lauk endurbótum á húsinu en núverandi eigendur þess kappkostuðu að láta upprunalegt útlit innréttinga halda sér við þessa endurreisn. Útkoman er glæsileg og undanfarin misseri hafa margs konar vel heppnaðir viðburðir verið haldnir í hinum glæsilega sal Gamla bíós og húsið svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga sem samkomuhús Íslendinga.

Gamla bíó: Eitt af fallegri húsum borgarinnar.
Gamla bíó: Eitt af fallegri húsum borgarinnar.

Petersen-svítan er einn sá hluti hússins sem áður fyrr var lokaður almenningi en er nú orðinn að útsýnissvæði, bar, veislu- og fundarsölum. Peter Petersen var danskur eigandi Gamla bíós er það var opnað árið 1927. Ári áður lét Petersen byggja fyrir sig íbúð á þriðju hæð hússins þar sem hann bjó. Síðar hafði íslenska óperan athvarf í Petersen-svítunni. Núna nýtur almenningur lífsins í svítunni, þar er vinsælt að setjast yfir drykk, frábært útsýni er frá útisvæðinu, matseðillinn er girnilegur og oft eru tónleikar og aðrar uppákomur í svítunni.

Glæsilegur bar.
Glæsilegur bar.

Einnig er vinsælt að leigja svítuna undir einkasamkvæmi enda um glæsileg salarkynni fyrir veislur að ræða. Petersen-svítuna er hægt að leigja í heild sinni fyrir hópa allt að 150 manns og einnig stök rými innan hennar: Óperuherbergið rúmar 20–30 manns, Bíóherbergið 30–40 manns og Kvikmyndaherbergi (glersalurinn) um 50 manns.

Útisvæðið og efri svalirnar veita 360° útsýni yfir borgina. Pallurinn hentar ekki síður til útiveru á veturna en sumrin því glerþak hefur verið byggt yfir básana, hitalampar eru í þeim og teppi í boði fyrir þá sem vilja sitja úti og njóta útsýnisins. Útisvæðið við Petersen-svítuna er einstakur staður til að njóta lífsins í góðum félagsskap, til dæmis með rjúkandi heitt Irish Coffee í hönd.

Útsýnið yfir borgina frá útisvæði Petersen-svítunnar er magnað.
Útsýnið yfir borgina frá útisvæði Petersen-svítunnar er magnað.

Í vetur verður boðið upp á lifandi tónlist í Petersen-svítunni vikulega og fer það prógramm af stað í september. Happy Hour – sá tími þegar hagstæð tilboð eru á drykkjum – er þá daga sem er opið í Petersen-svítunni í vetur á milli klukkan 16 og 20.

Sjá nánar um opnunartíma á gamlabio.is

Hægt er að fylgjast með viðburðum, tilboðum og kokteilum vikunnar á Facebook-síðu Petersen-svítunnar.

Þeir sem vilja fá upplýsingar um leigu á veislusölum, tilboð fyrir hópa eða annað mega gjarnan senda fyrirspurn á netfangið gamlabio@gamlabio.is og verður öllum fyrirspurnum svarað fljótt og greiðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum