fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Fasteignasala snýst um mannleg samskipti

Kynning

Spjallað við tvo unga fasteignasala á Hofi fasteignasölu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. september 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hof er lítil en blómleg fasteignasala þar sem lítill hópur starfar náið saman og myndar þétt og gott teymi. Hof er með aðsetur að Hlíðarsmára 6 í Kópavogi. Á stofunni starfa tveir reynsluboltar, þeir Guðmundur Steinþórsson og Jón Guðmundsson, sem hvor um sig hefur um 30 ára reynslu í faginu. Við hlið þeirra eru síðan tveir ungir og upprennandi fasteignasalar, Evert Guðmundsson og Elsa Alexandersdóttir. Tekið var hús á Hofi og spjallað við unga starfsfólkið, þau Elsu og Evert. Viðtölin við þau eru hér að neðan.

Mynd: Brynja

Elsa Alexandersdóttir: Tók U-beygju í lífinu

Elsa Alexandersdóttir breytti um stefnu í lífinu fyrir rúmum þremur árum og hófst þá ferli sem leiddi til þess að hún gerðist fasteignasali. Elsa er með sveinspróf í kjólasaumi og starfaði við það merka fag fram til ársins 2014 þegar hún ákvað að breyta til.

„Ég starfaði við kjólasaum frá 2010 til 2014 þegar ég ákvað að taka U-beygju í lífinu og innritaði mig í viðskipta- og hagfræðideild Keilis. Ári síðar fór ég að starfa sem ritari á fasteignasölu og hóf í kjölfarið nám til löggildingar í fasteignasölu. Ég fór síðan úr ritaranum yfir í skjalagerð en núna er ég komin yfir í fasteignasölu og sinni skjalagerðinni samhliða henni,“ segir Elsa.

Að sögn Elsu var markaðurinn á mikilli uppleið er hún kom inn í fagið en síðan kom sprenging í söluna í vetur sem varði fram á vor: „Þetta róaðist í sumar en ég hef á tilfinningunni að markaðurinn sé að taka aftur við sér núna í haust, en ekki með sömu látum og var í fyrravetur. Ég held að markaðurinn verði líflegri í vetur en það verður líklega ekki eins mikil hreyfing og í fyrravetur.“

Elsa segir að mannleg samskipti séu einn mikilvægasti þátturinn í starfi fasteignasalans: „Þetta er afskaplega skemmtilegt og lifandi starf. Oft er verið að eiga við aleigu fólks og hvílir mikil ábyrgð á því að sýna fagmennsku og tryggja að allt fari rétt fram. Það er heillandi að fylgja fólki í gegnum þessi tímamót þegar það er að skipta um heimili.“

Elsa býr í Reykjavík og á tvær dætur, fjögurra og fjórtán ára. Nýtt áhugamál hefur nú fangað huga Elsu en hún eignaðist mótorhjól fyrir stuttu. Hún er að læra á hjólið og hlakkar til að ljúka prófinu svo hún geti farið að þeysa um á fáknum sér til ánægju.

Hvað önnur áhugamál snertir segist Elsa einfaldlega njóta þess að vera með dætrum sínum tveimur auk þess sem hún hefur gaman af útivist og hreyfingu.

Mynd: Brynja

Evert Guðmundsson: Kornungur fasteignasali og faðir

Evert Guðmundsson er fæddur árið 1993 og lauk hann námi til löggildingar í fasteignasölu frá Endurmenntun Háskóla Íslands í fyrravor. Evert hefur lengi verið viðloðandi fasteignabransann því eigandi Hofs fasteignasölu, Guðmundur Steinþórsson, er faðir hans, og samstarfsmaður hans, Jón Guðmundsson, er Evert líka að góður kunnur.

„Pabbi og Jón hafa unnið lengi saman og þar sem þeir vörðu líka ávallt miklum tíma saman utan vinnu ólst ég upp við Jón í umhverfi mínu líka,“ segir Evert. Það er því ekki að undra að þessi litli, fjögurra manna hópur á Hofi fasteignasölu sé þéttur og samheldinn, auk þess að vera svo skemmtilega samsettur að þarna séu tveir reynsluboltar og tvær ungar og ferskar manneskjur.

Evert hóf störf við fasteignasölu í desember 2015 og segir hann markaðinn hafa breyst mikið á þessum stutta tíma: „Þegar ég byrjaði var markaðurinn dálítið erfiður og það tók nokkuð langan tíma að selja eignir. Ég man til dæmis að það var töluverður barningur að koma fyrstu eigninni sem ég seldi í gegnum sölu. En síðan fór salan að aukast og eignir stöldruðu styttra við á borðinu hjá manni. Þetta endaði í miklu spennuástandi á seljendamarkaði – frá áramótum og framundir vor, þar sem aðalvandinn tók að snúast um að fá eignir í sölu, því allt seldist strax, og verðið hækkaði og hækkaði. Síðan kom nánast stopp í sumar en ég hef á tilfinningunni að markaðurinn sé að taka við sér aftur núna.“

Eins og aðrir fasteignasalar segir Evert að starfið snúist fyrst og fremst um mannleg samskipti: „Það er mikilvægt að vera traustvekjandi og hress, laða fram alla góða kosti sem maður kann að hafa. Alls konar fólk kemur hingað og það er gaman að kynnast ólíku fólki.“

Þrátt fyrir ungan aldur á Evert sína eigin íbúð. Hann er jafnframt faðir þriggja ára drengs sem hann ver að sjálfsögðu miklum tíma með. En hvað um áhugamálin? „Ég er með létta bíladellu og líka mótorhjóladellu,“ segir Evert og deilir þar áhugamáli með kollega sínum, Elsu. „Ég er að gera upp gamalt mótorhjól,“ segir Evert en hann spilar auk þess fótbolta einu sinni í viku og æfir crossfit.

Hof fasteignasala – heimasíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum