fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Kokkur Eyjafólksins

Kynning

Einsi Kaldi: Háklassaveitingastaður á hjara veraldar

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 4. ágúst 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Vestmannaeyjum er að finna einn af bestu veitingastöðum landsins þar sem góður matur, ferskt hráefni, staðbundin matargerð og fagmannlegt handbragð koma saman og skapa einstaka upplifun fyrir alla þá sem þar snæða. Veitingastaðurinn Einsi Kaldi er hugarfóstur matreiðslumeistarans Einars Björns Árnasonar. Staðinn opnaði hann árið 2012. „Ég ólst upp í Vestmannaeyjum í faginu, fór svo og lærði hjá Grími Grímssyni og Sigga Hall í Reykjavík, en mér fannst ekki annað hægt en að snúa aftur til Eyja,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari og eyjapeyi með meiru.

Hafið og fjaran
Hafið og fjaran

Háklassa veitingastaður á hjara veraldar

Einsi Kaldi er háklassa veitingastaður þar sem leitast er við að nota allt það ferskasta sem finnst í nágrenni og við strendur Vestmannaeyja. „Þar kemst ég í einstaklega ferskt og staðbundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmiss konar kryddjurtum sem tíndar eru hér á eyjunni,“ segir Einar. Í eldamennskunni segist hann hafa mest gaman af að töfra fram ljúffenga sjávarrétti og fyrir það er líka hann rómaður.

Alltaf það ferskasta!
Alltaf það ferskasta!

„Þessi áhugi ætti kannski ekki að koma á óvart, þar sem nálægðin við fengsæl fiskimið gera mér kleift að fá spriklandi ferskan fisk daglega. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel hjá okkur og það má nefna að við vorum í efsta sæti yfir veitingastaði á Suðurlandi á Trip Advisor í þrjú ár og höfum alltaf haldið okkur við toppinn,“ segir Einar.

Einsi á EM
Einsi á EM

Gott mataræði gerir gæfumuninn

„Ég var með karlalandsliðinu úti í Frakklandi á EM í fyrra og eldaði ofan í strákana góðan, ferskan og næringarmikinn mat. Gott mataræði skiptir íþróttamenn auðvitað gífurlega miklu máli og strákarnir stóðu sig líka alveg frábærlega á þessu móti. Ég segi ekki meira …“ segir Einsi og hlær.

Girnilegir hamborgarar
Girnilegir hamborgarar

Þjóðhátíðarstemning og bístrómatargerð

Að sögn Einsa er alltaf gífurlega mikið að gera á veitingastaðnum á Þjóðhátíð. „Það var geggjuð landsliðsstemning í fyrra þegar karlalandsliðið tók þátt í EM í fótbolta. Þá voru allir þjónarnir í landsliðstreyjum og staðurinn var skreyttur í þeim anda. Heimir landsliðsþjálfari var þá á barnum og stemningin var ótrúleg. Núna í ár verður pjúra Þjóðhátíðarstemning með öllu sem því fylgir. Þetta verður alveg ótrúlega skemmtilegt og við hlökkum öll til. Svo skiptum við starfsfólkið vöktunum á milli okkar svo við getum öll kíkt í dalinn. Enda erum við nær öll með tölu frá Eyjum,“ segir Einar.

Þorskhnakki
Þorskhnakki

Yfir þessa miklu ferðahelgi hefur Einar brugðið á það ráð að breyta veitingastaðnum í notalegan bístró með ekta bístróstemningu og einföldum en góðum mat. „Við slökum auðvitað ekkert á gæðunum og töfrum fram svakalega flotta hamborgara, þjóðhátíðarlokur, kjúklingasúpu, humarsúpu, íslenskar kjúklingapönnukökur, þorskhnakka, nautalundir og fleira í þeim dúr. En þetta gerum við til þess að þjónustan gangi betur fyrir sig og einnig til þess að lækka verðið. Á sunnudeginum í fyrra vorum við til dæmis með um 600 manns í mat. Þetta hefur gefist alveg ótrúlega vel síðustu ár og það er alltaf gaman hjá okkur á Þjóðhátíð,“ segir Einar.

Flottur salur
Flottur salur

Veitingastaðurinn Einsi Kaldi er staðsettur að Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum.
Opnunartími er frá 11.00–22.00 alla daga.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Einsa Kalda; einsikaldi.is, Facebook-síðunni og á Trip Advisor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum