fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Því það gleymist alltaf eitthvað

Kynning

Eyjavík er með allt fyrir Þjóðhátíð, nema matinn

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er Þjóðhátíð og þú ert komin/nn á tjaldstæðið með tjaldið, farangurinn, vinina og góða skapið. En svo kemur á daginn að það er alls ekki allt í töskunni sem átti að vera þar. Tjaldhælarnir urðu eftir á borðstofuborðinu, flíspeysan varð eftir í þvottakörfunni á Framnesveginum, vasaljósið var víst í hinni töskunni, gúmmítútturnar leka og svo framvegis. Þá er nú eins gott að í Eyjum er að finna útivistarverslunina Eyjavík sem selur allan helsta útivistarfatnað; bakpokana, brúsana, gönguskóna, sandalana og stuttbuxurnar, sem nauðsynlegur er fyrir þægilega útilegu og útiveru. Þar fást líka hlý ullarnærföt og annar funheitur fatnaður sem gott er að smokra sér í þegar sönglað er með Brekkusöngnum.

Gerðu þig klára/n í Eyjavík.
Gerðu þig klára/n í Eyjavík.

Þjóðhátíð eins og jólin

Eyjavík ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Grétu og fjölskyldu hennar. Síðan 2002 hefur fyrirtækið flutt inn alls kyns vinnufatnað, vinnuvettlinga, sjófatnað o.fl. Í versluninni Eyjavík á Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum fæst, ásamt innflutta varningnum, ýmis fatnaður á börn og fullorðna á mjög hagstæðu verði. „Ég þá þrjú börn og sá yngsti er 12 ára. Á Þjóðhátíð vinna allir í búðinni enda er brjálað að gera. Þetta er eiginlega eins og jólin,“ segir Gréta. Opið er alla helgina til sex en lokað er á mánudeginum, frídegi verslunarmanna.

Tútturnar halda þér þurrum á fótunum.
Tútturnar halda þér þurrum á fótunum.

Veðrið lætur ekki segja sér hvernig það á að vera

Þess má geta að ólíkt því sem margir halda um verslunarmenn í Eyjum á Þjóðhátíð, þá hækkar verðið ekki í Eyjavík yfir hátíðina. Þvert á móti er 30–70% afsláttur í búðinni á ýmsum nauðsynjavörum. „Það spáir líka blíðskaparveðri í ár, en það er alltaf hætta á rigningu eða smá skúrum. Við sem búum á Íslandi þekkjum okkar veðurfar. Það er nefnilega sjaldan sem veðrið lætur Veðurstofu segja sér hvernig það á að vera,“ segir Gréta.

Öryggið á oddinn. Endurskinsvesti og eyrnahlífar fyrir börnin.
Öryggið á oddinn. Endurskinsvesti og eyrnahlífar fyrir börnin.

Glingrið gleður

Hvað er þó Þjóðhátíð án skransins? Í Eyjavík fæst allt hið helsta skran og skraut til að skreyta sig með í dalnum. „Þá er um að gera að gera sér smá ferð inn í bæ og fjárfesta í glingri. Það er svo gaman að vera skrautlegur innan um allt þetta skemmtilega fólk. Það má allt á Þjóðhátíð, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Glingrið gleður bara,“ segir Gréta.

Flottir bakpokar sem rúma allt sem þarf yfir daginn!
Flottir bakpokar sem rúma allt sem þarf yfir daginn!

Eyjavík er staðsett í Baldurshaga að Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum.
Opið yfir verslunarmannahelgina 3.–6. ágúst. Föstudag 10–18. Laugardag og sunnudag 13–18.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Eyjavíkur eyjavik.is og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum