fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

„Skemmtilegasta starf sem ég hef unnið“

Kynning

Sylvía Waltersdóttir hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Guðrún Walthersdóttir hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2007 og öðlaðist löggildingu sem fasteignasali vorið 2013. Sylvía býr í Reykjavík, hún á einn son og tvo stjúpsyni. Meðal áhugamála Sylvíu eru útilegur og skíðaferðir. Hún hefur brennandi áhuga á starfi sínu og nýtur sín mjög í því.

Hver er munurinn á fasteignamarkaðnum árið 2017 og 2007?
„Það er skemmtilegra að vera fasteignasali í dag en árið 2007 vegna þess að kaupendur eru yfirvegaðri, fólk er meira vakandi og upplýstara um hvað það er að gera. Þar skiptir til dæmis máli breytt lagaumhverfi í lánamálum,“ segir Sylvía en hún sér líka samsvörun á milli ástandsins á markaðnum í dag og fyrir tíu árum: „Rétt eins og þá er fasteignaverð mjög hátt í dag og hefur hækkað mikið á stuttum tíma. Það er gríðarleg eftirspurn og margir áhugasamir um hverja íbúð sem er til sölu.“

Greinir þú einhver merki um að þetta gæti verið að breytast?
„Já, það hefur aðeins dregið úr þessari ásókn, þessari miklu eftirspurn. Það eru líka merki um að það sé að hægja á verðhækkunum og ég á von á að fasteignaverð muni verða heldur stöðugra í náinni framtíð en það hefur verið undanfarin misseri.“

Að sögn Sylvíu eru vinsælustu hverfin í Reykjavík þessi gömlu, fallegu og rótgrónu hverfi.

Áður en Sylvía hóf störf við fasteignasölu vann hún hjá Dominos og Hagkaupum. „Ég var hjá Hagkaupum í 18 ár og vann mig frá gólfi upp í sölustjóra matvöru. Hjá Dominos var ég gæðastjóri og kom að uppbyggingu Dominos í Danmörku.“

Sylvía lítur svo á að hún starfi við þjónustu og hún hafi alltaf verið í þjónustugeiranum: „Fasteignasala er fyrst og fremst þjónustustarf og það hefur reynst mér vel að líta þannig á þetta.“

Ég hef þá tilfinningu að fasteignasalar séu mjög uppteknir af vinnunni sinni og þetta sé starf sem fangi huga þess sem því sinnir.
„Ég er mjög upptekin af vinnunni og þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið. Það heillar mig mikið að takast á við flókin lánamál, flókin veðleyfi og þess háttar úrlausnarefni, sem reyndar mörgum þykja leiðinleg. En mér finnst gaman að glíma við flókin verkefni og lít á þetta sem púsluspil.

Síðan heilla mig mikið öll þau mannlegu samskipti sem fylgja starfinu. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi í þeim efnum. Fasteignasala er starf sem umfram allt snýst um mannleg samskipti og þar er reynslan besti skólinn. Það eru engir tveir eins og maður kynnist alls konar fólki. Þetta er lifandi og mjög gefandi en það þarf bæði samskiptahæfni og aðlögunarhæfni til að vinna þetta starf vel.“

Fasteignasala Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum