FókusLífsstíll

Ekkert verk of stórt eða of lítið

Kynning

Garðaþjónusta Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 18:00

Bræðurnir Hjörleifur Björnsson og Róbert Bjargarson reka garðyrkjufyrirtækið Garðaþjónusta Íslands, sem er í dag eitt stærsta garðaþjónustufyrirtækið hér á landi. Bræðurnir stofnuðu fyrirtækið árið 2007 og hefur það verið í örum vexti síðan. Þeir einbeita sér að einstaklingsmarkaðinum, en þjónusta jafnframt húsfélög og fyrirtæki. Þjónustan er ekki bundin við höfuðborgarsvæðið, þeir sinna einnig sumarbústaðalóðum, hafa unnið verk á Suðurnesjum, Hellu og Selfossi. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá öllum landshlutum og skoðum allt,“ segir Hjörleifur.

Bræðurnir eru vel tækjum búnir fyrir öll verkefni, bæði stór og smá. „Við höfum fjárfest í verkfærum og tækjum, sem gera okkur kleift að klára verkin hratt og vel. Það er ekkert verk of lítið eða of stórt fyrir okkur,“ segir Hjörleifur. Þeir taka að sér eitt verkefni í einu, vinna fram eftir og klára það. „Lóðabreytingar eru stór hluti af vinnu okkar. Við vinnum í samstarfi við landslagsarkitekta og iðnaðarmenn. Lóðabreytingar eru skemmtilegustu verkefnin og það kemur fólki alltaf mikið á óvart hvað við erum fljótir. Við erum í góðu samstarfi við aðra iðnaðarmenn sem hjálpa okkur að klára málin frá A til Ö, svo fólk þarf ekki að leita til margra iðnaðarmanna til þess að klára dæmið.“

Hjörleifur segir að viðskiptavinurinn fái alltaf fast verðtilboð eftir fyrsta fund, fólk veit því strax hver endanlegur kostnaður er og að engir aukareikningar fylgi, nema sé sérstaklega samið um það. „Við leggjum mikla áherslu á að afhenda alla reikninga persónulega og að allt standi sem samið var um.“

Lóð tekin í gegn
Lóð tekin í gegn

Garðaþjónusta Íslands starfar allan ársins hring, eftirspurnin er þó mest á vorin og yfir sumarið. „Það er því best að panta sem fyrst,“ segir Hjörleifur. Snemma á vorin og á haustin er verið að klippa og þá má einnig fara í lóðabreytingar. „Það er margt hægt að gera í garðinum á veturna, svo lengi sem ekki frystir í jörð,“ segir Hjörleifur. „Við erum einnig að þjónusta fjölda húsfélaga hvað varðar garðslátt, beðahreinsanir og almenna umhirðu. Einnig eru margir einstaklingar sem nýta sér þá þjónustu, enda sumarið stutt og fólk vill kannski hugsa um annað en arfa og slátt á sumrin.

Við bjóðum upp á snjómokstur í áskrift og það borgar sig að panta sem fyrst. Þegar allt fór skyndilega á kaf í snjó í fyrravetur voru margir sem ekki komust að en þurftu sárlega á snjómokstri að halda. Rétt er að hafa í huga að þó að fólk sé hjá okkur í áskrift þá vinnum við ekki verk ef þess þarf ekki og þá er heldur ekkert rukkað,“ segir Hjörleifur.

Hjörleifur vill jafnframt láta þess getið að fyrirtækið getur bætt við sig verkefnum inn í haustið þar sem Garðaþjónusta Íslands leggur ávallt áherslu á að bóka sig ekki of mikið fram í tímann. „Við erum vel búnir tækjum og sinnum stærri lóðabreytingum, hellulögn og alls konar smíði út sumarið og langt fram á haust,“ segir Hjörleifur að lokum.

Til að panta verk eða fá nánari upplýsingar er best að hafa samband símleiðis við Hjörleif eða Róbert eða senda þeim tölvupóst:
Hjörleifur Björnsson hjorleifur@garda.is – Sími: 844-6547
Róbert Bjargarson robert@garda.is – Sími: 866-9767

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant

Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis

Íslenski hesturinn í öndvegi á Lýtingsstöðum: Hestaleiga og hlaðið torfhesthús til sýnis
Lífsstíll
Fyrir 9 dögum

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús
Lífsstíll
Fyrir 9 dögum

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins