fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Þetta er dýrasta íbúðarhús Bandaríkjanna

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttu sand af seðlum og þráirðu að flytja frá Íslandi? Þá gæti þessi tiltekna fasteign í Bel Air-hverfinu í Los Angeles hentað þér en hún er til sölu og kostar skildinginn.

Umrædd fasteign, sem nefnist The Cartwell Estate, kostar 350 milljónir Bandaríkjadala, eða 37,4 milljarða króna. Ekki er um neina smábyggingu að ræða því hún er 2.300 fermetrar í það heila. Þarna má meðal annars finna glæsilegan vínkjallara, tennisvöll, rúmlega tuttugu metra langa sundlaug og bílastæðahús sem rúmar 40 fólksbíla.

Chartwell-byggingin var reist árið 1933 og nýtur hún í dag þess heiðurs að vera dýrasta íbúðarbyggingin sem er til sölu í Bandaríkjunum.

Jerry Perenchio, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri Univision, átti og bjó í byggingunni allt til dánardags í maímánuði síðastliðnum.

Hús í Bel Air-hverfinu í Bandaríkjunum kosta yfirleitt gríðarlega fjármuni. Í frétt Forbes er þess getið að annað hús, sem meðal annars skartar 40 sæta kvikmyndasal, sé til sölu fyrir 250 milljónir Bandaríkjadala. Þá er reiknað með því að hús, sem nú er í smíðum í hverfinu, fari á sölu síðar á þessu ári og má búast við því að ásett verð verði 500 milljónir Bandaríkjadala, 53 milljarðar króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum