fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Kænan: Notalegur staður með frábært útsýni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kænan er staðsett alveg við höfnina í miðbæ Hafnarfjarðar og má að mörgu leyti líkja við Kaffivagninn í Reykjavík þó að báðir staðirnir séu einstakir á sinn hátt. Gestir Kænunnar kunna vel að meta þjóðlegan íslenskan heimilismat sem staðurinn sérhæfir sig í.

Það er alltaf mikið að gera í hádeginu enda stór og fjölbreyttur hópur viðskiptavina. „Hingað koma iðnaðarmenn sem vinna úti um allan bæ, þeir gera sér ferð á Kænuna í góðan hádegismat. Svo er stór hluti viðskiptavina okkar að vinna við höfnina og hér í kring. Góður hópur herramanna á sinn stað hér í morgunkaffi og spjalli,“ segir Oddsteinn Gíslason, veitingamaður á Kænunni, en hann tók við staðnum ásamt eiginkonu sinni, Helgu Ösp Jóhannsdóttur, snemma á þessu ári.

Þau hjónin leggja mikla áherslu á ferskt og gott hráefni í matargerðina og til dæmis er ávallt glænýr fiskur á matseðlinum.

Erlendum ferðamönnum fer fjölgandi í gestahópi Kænunnar og er unnið að því að taka á móti ferðahópum í fiskihlaðborð á kvöldin með vorinu.

Kænan er kjörinn staður fyrir alla þá sem vilja prófa að borða hefðbundinn íslenskan heimilismat og því óhætt að mæla með staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem vilja kynnast íslenskri matseld.

Kænan er heppilegur hádegisverðarstaður fyrir vinnandi fólk á svæðinu, því hver vill ekki gæða sér á staðgóðum, íslenskum heimilismat í hádeginu?

Útsýnið er ekki amalegt úr veitingasalnum
Útsýnið er ekki amalegt úr veitingasalnum

Matseðilinn má sjá á kaenan.is og Facebook-síðu Kænunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum