fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Vinsæll og vænlegur valkostur fyrir fjölskylduna

Kynning

Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ein stærsta vímuefnalausa hátíðin á landinu um verslunarmannahelgina og er orðin gríðarlega vinsæl,“ segir Ögmundur Ísak Ögmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1992 og stækkar með hverju árinu. Við bjóðum upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds, bæði fasta liði og nýja. Og við erum með sérstaka dagskrá fyrir unglingana öll kvöldin.“

Fjöldi viðburða, skemmtiatriða og fyrirlestra.

Boðið er upp á fjölda viðburða og skemmtiatriða og ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Á föstudagskvöldinu eru flottir tónleikar, en þá stíga bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir á stokk. Á laugardag er Brúðuleikhúsið Íslenski fíllinn með sýningu, sem Bernd Ogrodnik sér um og sama dag mætir leikarinn Björgvin Franz Gíslason og Bíbí. Sveitaball fyrir alla fjölskylduna er einnig á laugardagskvöldinu.

Bræðurnir Jón og Friðrik Dór skemmta á tónleikum á föstudagskvöldinu.
Risatónleikar Bræðurnir Jón og Friðrik Dór skemmta á tónleikum á föstudagskvöldinu.

Á sunnudag er poppguðsþjónusta í boði fyrir alla fjölskylduna og Hæfileikasýning barnanna, sem öll börn geta tekið þátt í og þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref á sviði. Á sunnudag fara Sæludagaleikarnir líka fram, þar er keppt í ýmsum greinum eins og sterkasta Vatnaskógavíkingnum og frjálsum íþróttagreinum og einnig er boðið upp á Wipeout-braut, þar sem leysa þarf alls konar þrautir til að komast í gegnum brautina. Og á sunnudagskvöld er brekkusöngur og varðeldur, sem hefur fest sig í sessi á hátíðinni og hafa ýmsir einstaklingar í hópi gesta séð um að skemmta.
Jafnframt er boðið upp á fimm fræðslustundir, sem nokkrir einstaklingar sjá um, meðal annars þau Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, og séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir í Árbæjarkirkju og Erla Björg Káradóttir markþjálfi.

Það er jafnan mikið fjör á kvöldvökunum.
Kvöldvaka Það er jafnan mikið fjör á kvöldvökunum.

Fastir liðir á sínum stað

„Það er hoppukastalaþorp fyrir börnin og bátar til útláns án endurgjalds. Fastir liðir, eins og Vatnafjör eru á sínum stað. Tuðrudráttur um Eyrarvatn, koddaslagur og vatnatrampólín úti á vatni. Glæný ískjakarennibraut verður vígð á hátíðinni.Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni er líka á sínum stað, þá er spurningablaði svarað og svo valinn vinningshafi. Kvöldvökur eru öll kvöldin,“ segir Ögmundur.

Fjör og stemning á kvöldvöku.
Stemning Fjör og stemning á kvöldvöku.

Vænlegur kostur fyrir fjölskylduna

„Sæludagar er góður valkostur fyrir fjölskylduna,“ segir Ögmundur. Það eru margir sem koma á hverju ári, maður sér margar af sömu fjölskyldunum ár eftir ár. Undanfarin ár hafa samt komið inn ný andlit líka sem er rosalega skemmtilegt. Hér myndast góð stemning og góður andi. Allir eru velkomnir á Sæludaga.“

Vatnafjörið er alltaf gríðarlega vinsælt.
Vatnafjör Vatnafjörið er alltaf gríðarlega vinsælt.

Allar upplýsingar um Sæludaga í Vatnaskógi má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum