fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Vel drullugt á Mýrarboltanum

Kynning

Rússneskt lið segist ætla taka þetta

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mýrarboltinn er haldinn núna í ár með pomp og prakt í fjórtánda skiptið um verslunarmannahelgina. Undanfarið hafa leikar farið fram á Ísafirði en í ár verður Mýrarboltinn haldinn í hinum fallega bæ Bolungarvík. „Vellirnir í Bolungarvík eru miklu betri en á Ísafirði og hér verður allt til alls á sama svæðinu. Þarna verða tilbúnir tveir vel drullugir vellir og hægt er að bæta þeim þriðja við ef liðafjöldinn eykst verulega á næstu dögum. Svo er sundlaugin hér stutt frá, veitingastaðurinn rétt við hliðina og böllin eru haldin í næsta húsi. Þetta getur ekki klikkað,“ segir Benni Sigurðsson, eða Benni Sig eins og hann er yfirleitt kallaður.

Það er alltaf gaman í Mýrarbolta.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson
Það er alltaf gaman í Mýrarbolta.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson

Rússneskt lið

„Stærsta Mýrarboltahátíðin var árið 2014 þegar 130 lið tóku þátt. Í fyrra voru aðeins færri lið en þá var veðurspáin ekki upp á marga fiska. Það hefur kannski haft einhver áhrif. Svo kom bara á daginn að sólin lét sjá sig og það varð algjör veðurblíða. Það má reyndar segja að það hefur yfirleitt verið gott veður á Mýrarboltanum, svona án gríns, þó svo það sé alls ekkert ómögulegt að spila Mýrarbolta í vondu veðri,“ segir Benni. Það eru þónokkur lið búin að skrá sig á Mýrarboltann í ár og mun liðum væntanlega fjölga þegar líður á næstu viku. „Það eru annars sex erlend lið búin að skrá sig á mótið nú í ár og hafa erlendu liðin aldrei verið fleiri. Meðal þeirra er rússneskt lið sem segist ætla að sigra leikana. Ég veit ekki með það enda erum við Íslendingar mjög keppnisglatt fólk. Við verðum bara að sjá hvað setur, hvort Rússinn hafi þetta, íslenskt lið eða eitthvað annað. Svo má nefna að íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefur verið boðið að taka þátt,“ segir Benni vongóður um þátttöku stelpnanna.

Liðin taka stundum upp á því að keppa í búningum.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson
Liðin taka stundum upp á því að keppa í búningum.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson

En er eitthvað gaman að spila boltaleik í drullusvaði?

„Það er drullugaman að spila mýrarbolta, en það er líka ógeðslega erfitt. Allar snögghreyfingar verða miklu hægari og sleip mýrin hindrar mann mjög. Maður er alveg búinn eftir tvær mínútur. Sjálfur er ég maraþonhlaupari og hver leikur í Mýrarboltanum er mér mjög erfiður. En það er fátt jafnskemmtilegt. Þó svo þetta sé erfið íþrótt þá er hún að sjálfsögðu fyrir alla. Þau lið sem hafa tekið þátt síðustu ár hafa mörg hver verið mjög skrautleg og eru margir sem klæða sig upp í ýmiss konar búninga. Svo fara allir í sund til þess að þrífa af sér drulluna og gera sig klára fyrir ballið um kvöldið,“ segir Benni.

Drullan er dásamleg.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson
Drullan er dásamleg.Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson

Fjögur böll

„Það eru nokkrir þekktir tónlistarmenn sem koma fram á Mýrarboltaböllunum föstudag til sunnudags. Þar má nefna hinn gífurlega kynþokkafulla Helga Björns, sem sver sig alveg inn í hátíðina, enda eru allir alveg ótrúlega sexí í drullunni,“ segir Benni og hlær. Þær hljómsveitir sem spila fyrir dansi eru SSSól með Helga Björns í framlínunni, Páll Óskar og MC Gauti. Svo spilar Ögurballsbandið sem samanstendur af heimafólki fyrir dansi á föstudagskvöldinu,“ segir Benni. Því má gera ráð fyrir gífurlega góðri stemningu á Mýrarboltanum í ár og fátt annað að gera en að skrá eitt lið eða svo til leika.

Mýrarboltinn er haldinn um verslunarmannahelgina í Bolungavík.
Dagskrá og upplýsingar má nálgast á [vefsíðu Mýrarboltans(http://www.myrarbolti.com/) eða á Facebook-síðunni.
Hægt er að kaupa keppnisarmbönd og ballarmbönd á vefsíðu Tix
Skráðu liðið á myrarbolti@myrarbolti.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum