Mexíkóskt kjúklinga - og avókadósalat

Kjúklingasalat með avókadó og lime er girnilegt á að horfa og hollt og bragðgott. Ekta sumarsalat. Og lime dressingin sem kjúklingurinn er líka látinn marinera í, er svo sannarlega punkturinn yfir i-ið.

Undirbúningstími: 15 mínútur
Eldunartími: 8 mínútur
Réttur: Aðalréttur
Matargerð: Mexíkóskt
Skammtar: 3
Kaloríur: 487 kcal

*Innihald:

Lime dressing/marinering:
- 2 matskeiðar lime safi
- 1 matskeið hunang
- ¼ bolli olífuolía (65 ml)
- 1 hvítlauksrif, saxað smátt
- ½ teskeið salt og svartur pipar
Kjúklingur:
- 2 kjúklingabringur
- ½ teskeið chipotle krydd
- ½ teskeið oregano
- ¼ teskeið kúmín
- salt og pipar
- ½ matskeið olífuolía
Avókadó blanda:
- 1 avókadó, gróft skorið
- 1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- ¾ bolli maís
- ½ rauðlaukur, fínt skorinn
Salat
- ¼ bolli koríander, fínt skorið
- 5 bollar/lúkur kál, gróft skorið

*Leiðbeiningar:

Í meðfylgjandi myndbandi eru leiðbeiningar um matseldina, en einnig má lesa þær hér.
1. Settu hráefni fyrir lime dressingu/marineringu í krukku og hristu vel.
2: Settu 2 matskeiðar af dressingunni í zip-lock poka. Bættu chipotle kryddi, oregano, kúmín, salt og pipar í pokann og hrærðu saman við dressinguna. Settu kjúklingabringurnar í pokann, lokaðu honum og láttu marinera í 30 mínútur eða yfir nótt.
3. Hitaðu 1 matskeið af ólífuolíu á pönnu við lágan hita. Eldaðu bringurnar og láttu bíða í nokkrar mínútur og skerðu þær svo í sneiðar.
4. Bættu 2 matskeiðum af kóríander í dressinguna og hristu saman.
5. Settu avókadó, maís, tómata og lauk í skál. Bættu við afganginum af kóríander, settu dressingu yfir og hristu saman.
6. Settu kál í skál, settu dressingu yfir og hristu saman.
7. Settu kálið í skál, bættu avókadóblöndunni yfir og kjúklingnum. Settu dressinguna yfir. Gjörðu svo vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.