Headdemock: Núna geta allir eignast ótrúlega þægilegt hengirúm

Headdemock hengirúm er enn ein snilldarhönnunin frá Fatboy. Sem betur fer er pláss fyrir fleiri en einn í þessu lúxushengirúmi því það er oft slegist um að fá að liggja í því. Það er ekki bara afskaplega þægilegt að liggja í Headdemock hengirúmi heldur er uppsetningin á því líka einstaklega þægileg og einföld: Það þarf hvorki tré né reipi til að láta það hanga heldur er það bara fest við öruggan og traustan ramma sem fylgir með. Þannig geta allir búið sér griðarstað úti í garði, í útilegunni, á svölunum eða bara inni í herbergi.

Headdemock er framleitt úr slitsterku efni sem endist og þolir vatn og geisla sólarinnar. Auðvelt er að pakka því saman þegar svo ber undir og fylgja sérstakir geymslupokar með. Það er einfalt mál að þrífa það, maður notar bara volgt vatn og milda sápu.

Hengirúmið kostar 47.886 kr.
Hámarksþyngd: 150 kg
Stærð: 330 x 127 x 110 cm
Þyngd: 28 kg
Efni: Polyester

Þú getur skoðað og prófað að liggja í hengirúminu í verslun Fatboy á Íslandi, sem staðsett er á horni Ármúla og Grensásvegar. Einnig má skoða og kaupa inni á vefsíðunni sekkur.is.

Í gegnum Netgíró er hægt að greiða fyrir hengirúmið í einni greiðslu eða dreifa greiðslunni á þann hátt sem þér hentar. Sjá nánar á netgiro.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.