Þessi hundur á fleiri vini á Facebook og Instagram en flestir

Rambo er sá nýjasti til að fylgjast með á Instagram. Hundurinn sem er fimm ára gamall er með yfir 300 þúsund fylgjendur á Facebook-likesíðu sinni og 26 þúsund á Instagram.

Eigandinn kom heim með hann þegar Rambo var 11 vikna gamall og hefur hann heillað alla upp úr skónum síðan þá. „Hann er vinalegasti og félagslyndasti hundur sem ég hef kynnst. Hann gjörsamlega elskar börn.“

Rambo elskar líka að vera í sólskini, sem útskýrir sennilega risastórt sólgleraugnasafn hans. Hann er líka alltaf uppáklæddur og smart til fara og kaupa eigendur hans fötin á hann í barnadeild næstu fataverslunar.

Facebooksíða

Instagram

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.