fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Farsæl reynsla af veisluhöldum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MENU veitingar hafa áralanga reynslu í að þjónusta fjölda fyrirtækja og stofnana á stórhöfuðborgar­svæðinu og Suðurnesjum með því að sjá um mötuneyti, eldhús og útvega bakkamat á vinnusvæði. MENU sér um brúðkaupsveislur, árshátíðir, afmæli, skírnarveislur, erfidrykkjur og alls kyns veislur og mannfagnaði svo fátt eitt sé nefnt. „Við fullyrðum að í veitinga­þjónustu erum við einn besti valkosturinn á markaðnum í dag. Þegar þú leitar til okkar færðu góð ráð, góðan mat og góða þjónustu. Hjá MENU er valinn maður í hverju rúmi. Hjá okkur starfa fjórir faglærðir matreiðslumenn, allir með meistararéttindi í faginu, auk fjölda annarra hjálparkokka,“ segir Ásbjörn Pálsson, matreiðslumeistari og eigandi MENU veitinga.

Áhersla á gæði, útlit og framsetningu

MENU hefur langa og farsæla reynslu af veisluhöldum af öllum stærðum og gerðum. „Eingöngu er notast við fyrsta flokks hráefni sem er sérvalið fyrir hvern viðskiptavin. Með besta mögulega hráefni sem fæst hverju sinni eru gæðin tryggð fyrir kröfuharða viðskiptavini okkar. MENU leggur einnig mikla áherslu á gæði, útlit og framsetningu veislumatarins. Við leggjum okkur fram við að uppfylla óskir viðskiptavinarins í einu og öllu, sem og að fylgja þeim straumum og stefnum sem vinsælar eru hverju sinni. Það skiptir miklu máli að hafa eitthvað við allra hæfi í veislum, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Það eru jú ekki allir eins, en allir vilja auðvitað fá eitthvað gott í gogginn í veislunni. Fyrir þá vandfýsnu erum við með alls kyns rétti sem meira að segja fullorðna fólkið laumast í þegar enginn sér til.“

Framreiða líka bakkamat fyrir svangt vinnandi fólk

Auk þess að bjóða upp á veisluþjónustu sendir MENU vinnandi fólki heitan hádegisverð í bakka, rekur veitingasölu í Reykjanesbæ og þjónustar mötuneyti fjölmargra fyrirtækja. Matseðil dagsins má sjá á heimasíðu MENU; menu4u.is.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um þá þjónustu sem MENU býður upp á hafðu samband í síma 421-4797 eða sendu tölvupóst á menu4u@menu4u.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum