fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Bílrúðuskipti og önnur þjónusta við bílinn í höndum fagmanna

Kynning

Orka ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. júní 2017 08:00

Orka ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orka ehf. er fyrirtæki sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 1944 og hefur sinnt margvíslegri starfsemi í gegnum tíðina, en undanfarin ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í bílaþjónustu og er sérstaklega þekkt fyrir mikil umsvif í sölu á bílrúðum, bílrúðuskiptum og efnum til málunar á bílum. Jón Arnar Hauksson, einn eigenda Orku ehf., segir:

„Við erum eingöngu í bílageiranum en segja má að við sinnum öllu sem viðkemur yfirbyggingu bíla. Við erum með bílalakk frá tveimur birgjum og seljum mest beint inn á verkstæðin en einnig selur Orka ehf. beint til einkaaðila. Enn fremur er til gott úrval af bóni og hreinsivörum fyrir bíla. Auk þess seljum við margs konar tól og tæki fyrir verkstæði og getum í raun útvegað flest allt sem verkstæði gæti vanhagað um.“

Bílrúðusala og rúðuskipti eru sér kapítuli í starfseminni en Orka ehf. sendir bílrúður út um allt land og keyra starfsmenn fyrirtækisins raunar sjálfir bílrúður til sveitarfélaga í nágrenni við höfuðborgarsvæðið: „Það gerum við til að þurfa ekki að pakka þeim inn en rúður eru svo brothættar að þær kalla á umfangsmikla pökkun. Við förum t.d. einu sinn í viku austur fyrir fjall á stórum sendibíl með bílrúður og aðrar vörur sem við seljum og við förum sömu erinda daglega í Reykjanesbæ enda er það stórt markaðssvæði með öllum bílaleigunum sem þar eru. Við förum líka reglulega upp á Akranes og eina ferð í hverjum mánuði norður og austur á land,“ segir Jón Arnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að sögn Jóns Arnars hefur sala í bílrúðum aukist gífurlega síðustu árin og eru erlendir birgjar Orku ehf. undrandi yfir sölunni hér á landi. Í huga Jóns Arnars eru skýringarnar þó augljósar: „Bílageirinn hefur almennt verið að vaxa mjög mikið, það eru um 25.000 bílaleigubílar á markaðnum og við finnum mikið fyrir því. Brotatíðni í gleri hefur aukist mikið samfara þessu. Þar spilar einnig inn í aukinn ökuhraði, íslenskt veðurfar sem einkennist meðal annars af miklum mismun nætur- og dagshita, og svo eru vegirnir víða slæmir, möl liggur ofan á yfirlagi vega og fleira þess háttar.“
Orka ehf. flytur inn vörur frá viðurkenndum evrópskum aðilum, mest frá Þýskalandi, Noregi og Danmörku; eru birgjarnir alls um 60.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Löggiltir meistarar að störfum

Orka ehf. rekur bílrúðuverkstæði að Stórhöfða 37 þar sem gert er við skemmdar rúður og skipt um rúður. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og eru bílrúðuskipti framkvæmd eftir hinum þekkta alþjóðlega gæðastaðli ATI sem tryggingafélög taka mið af. Fyrirtækið kappkostar að hafa löggilta fagmenn í störfum á verkstæðinu:
„Hjá Orku ehf. starfa fjórir meistarar, tveir bifreiðasmíðameistarar og tveir bílamálarameistarar, en Orka ehf. leggur mikla áherslu á að hafa framúrskarandi og löggilta fagmenn í sínum röðum. Eru þeir hoknir af reynslu og með að minnsta kosti 15 ára starfsreynslu í faginu og sumir hafa rekið verkstæði sjálfir. Við leggjum mikla áherslu á að ráða menn með réttindi en réttindamennskan í faginu almennt hefur verið heldur döpur og vakið gagnrýni,“ segir Jón Arnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Starfsmenn Orku ehf. eru um 20 og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarin ár í samræmi við aukin umsvif.
Sem fyrr segir er Orka ehf. til húsa að Stórhöfða 37, Reykjavík. Símanúmer er 586-1900 og netfang framrudur@simnet. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni bilrudur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum