fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna

Kynning

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 5.–9. júlí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er árleg tónlistarhátíð sem haldin er með það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni, sem fyrst var haldin árið 2000, hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ávallt í öndvegi.

Hátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 5.–9. júlí, frá miðvikudegi út sunnudaginn, fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ Íslands. Á hátíðinni verða 19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. Auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og handverki. Þjóðlagaakademían er svo háskólanámskeið opið öllum almenningi. Þar verða kennd íslensk þjóðlög, rímnalög og tvísöngslög. Einnig verða þar kenndir þjóðdansar, að leika á langspil og íslenska fiðlu.

Að ganga á milli tónleikastaða í kyrrð á sumarnóttu er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Meðal markmiða með Þjóðlagahátíð á Siglufirði er að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga, stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar, stefna saman listamönnum úr ólíkum áttum, varpa ljósi á menningararf Íslendinga og annarra þjóða, og höfða til allrar fjölskyldunnar, jafnt barna og unglinga sem fullorðinna.

Aðsókn að Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Erlendir og innlendir listamenn sem komið hafa fram á hátíðinni eru nokkur hundruð talsins og tugir kennara hafa kennt þar á námskeiðum. Tónleikagestum hefur fjölgað mjög síðustu árin. Í upphafi voru þeir um fjögur til fimm hundruð en síðustu ár hefur þeim fjölgað í sex til sjö hundruð. Fjölskyldur alls staðar að af landinu gera sér ferð til Siglufjarðar til þess að sækja tónleika og taka þátt í námskeiðum, enda er lögð áhersla á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi.

Námskeiðin á þjóðlagahátíðinni eru bæði á sviði tónlistar og forns handverks. Sum eru haldin ár hvert, önnur sjaldnar. Börnum er einnig boðið upp á sérstök námskeið og sumarið 2004 var haldið í fyrsta skipti sérstakt námskeið fyrir unglinga. Enda þótt hátíðin leggi áherslu á að rækta íslenskan þjóðlagaarf hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt á hátíðinni.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður.

Ítarlegar upplýsingar um hátíðina er að finna á vefsíðunni siglofestival.com og miðasala fer fram á söluvefnum tix.is. Stakir miðar eru einnig seldir í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði, símanúmer 467-2300.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum