fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Leitin að Alösku: Ekkert verður nokkru sinni eins og það var

Kynning

Eftir John Green, höfund „Skrifað í stjörnurnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miles Halter lifir einstaklega tilbreytingarlausu lífi með foreldrum sínum. Hann á sárafáa vini og hversdagsleikinn er þrúgandi. Eins og margir unglingar er hann með óljósa en ólgandi þrá eftir lífsfyllingu í hjartanu: Hann langar til að finna Hið mikla kannski. Miles ákveður að fara í framhaldsskólann Culver Creek í Alabama þar sem líf hans gjörbreytist og hann lendir í miklum ævintýrum.

Miles kynnist ógleymanlegu fólki, til dæmis herbergisfélaga sínum Chip, sem kallar sig Ofurstann, og hinni heillandi og óútreiknanlegu Alösku Young sem verður meginráðgáta bókarinnar er á líður. Alaska er ótrúlega heillandi, fyndin, klár og falleg, en jafnframt full af sjálfseyðingarhvöt. Miles dregst inn í veröld hennar og verður aldrei samur aftur.

Margverðlaunuð metsölubók

Leitin að Alösku er sérstaklega stíluð inn á unglinga og ungt fólk en höfðar jafnmikið til eldri lesenda sem hafa áhuga á vel skrifuðum og áhrifamiklum sögum um ungt fólk. Hún hefur notið gífurlegra vinsælda og var til dæmis 200 vikur samfleytt á metsölulista New York Times, þar af lengi í fyrsta sæti. Sagan er hispurslaus og fjallar meðal annars um áfengisneyslu og kynlíf á opinskáan hátt. Í ritdómi í breska stórblaðinu The Guardian er hreinskilni höfundar lofuð, er segir:

„Fegurð bókarinnar felst í því að hér er ekki verið að fela neitt. Hún sýnir á óvæginn og hreinskilnislegan hátt hvernig það er í raun og veru að vera ungur og ástfanginn. Samskipti persónanna, fortíð þeirra og ánægja þeirra af því að vera svörtu sauðirnir – allt birtist þetta ljóslifandi á síðum bókarinnar.“

Leitin að Alösku þykir afar fyndin og er uppfull af hugmyndaríku orðfæri. Umfram allt er þetta einstök bók um vináttu, missi og mikilvægi þess að kynnast sjálfum sér.

Leitin að Alösku hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og meðal annars völdu samtök bandarískra bókasafna hana bestu bók ársins fyrir ungt fólk. Bókin er jafnframt námsefni í fjölmörgum framhaldsskólum og háskólum í Bandaríkjunum.

John Green á sér marga lesendur á Íslandi eftir að skáldsaga hans Skrifað í stjörnurnar kom út hér á landi og sló í gegn. Leitin að Alösku mun vafalítið hitta enn fleiri íslenska lesendur í hjartastað.

Leitin að Alösku er til sölu í öllum bókabúðum og hana má líka kaupa á netinu hér.

Kafli úr bókinni

Lestu stuttan kafla úr Leitinni að Alösku hér að neðan:

hundrað þrjátíu og sex dögum áður
VIKUNA ÁÐUR en ég yfirgaf fjölskyldu mína og Flórída og ólögráða líf mitt til að fara í heimavistarskóla í Alabama heimtaði móðir mín að halda kveðjuveislu fyrir mig. Væntingar mínar til þess voru mjög litlar svo vægt sé til orða tekið. Þrátt fyrir að ég væri meira og minna neyddur til að bjóða öllum „skólafélögum“ mínum, það er samansafni af krökkum úr leiklist og ensku lúðum sem ég sat hjá í stóru mötuneytinu af félagslegri þörf þá vissi ég að enginn kæmi. En móðir mín gafst ekki upp, þess fullviss um að ég hefði haldið vinsældum mínum leyndum öll þessi ár. Hún bjó til lítið fjall af ídýfum með ætiþistlum. Hún skreytti stofuna með grænum og gulum borðum, litum nýja skólans míns. Hún keypti tvo kassa af knöllum og raðaði þeim með brúninni á borðstofuborðinu.
Og þegar síðasti föstudagurinn rann upp og ég var að mestu búinn að pakka niður sat hún með pabba mínum og mér á sófa í stofunni klukkan 16.56 eftir hádegi og beið riddaraliðsins sem ætlaði að kveðja Miles. Í nefndu riddaraliði voru nákvæmlega tvær manneskjur: Marie Lawson, lítil, ljóska með ferhyrnd gleraugu og þybbinn (vægt til orða tekið) kærasti hennar, Will.
„Sæll, Miles,“ sagði Marie um leið og hún settist.
„Sæl,“ sagði ég.
„Hvernig hafðirðu það í sumar?“ spurði Will.
„Ágætt. En þú?“
„Við unnum að Jesus Christ Superstar. Ég vann við leikmynd en Marie við lýsinguna,“ sagði Will.
„Það er æði.“ Ég kinkaði kolli eins og til að sýna áhuga og þetta tæmdi nánast umræðuefni okkar. Ég hefði getað spurt spurninga um Jesús Krist stórstjörnu nema að 1. ég vissi ekki hvað það var og 2. mig langaði ekki að vita það og 3. ég hef aldrei kunnað að rabba um ekki eitt eða neitt. Mamma getur hins vegar rabbað um allt og ekkert og leysti úr vandræðaganginum með því að spyrja þau um fjölda æfinga og hvernig sýningunni hefði verið tekið og hvort hún hefði slegið í gegn.
„Ég held það,“ sagði Marie. „Margt fólk kom, held ég.“ Marie var manneskja sem hélt margt.
Loks sagði Will: „Ja, við kíktum bara inn til að kveðja. Ég verð að skila Marie heim fyrir klukkan sex. Skemmtu þér vel í heimavistarskólanum, Miles.“
„Takk,“ sagði ég feginn. Það eina sem er verra en mannlaus kveðjuveisla er kveðjuveisla þar sem einu gestirnir eru afskaplega og innilega óáhugavert fólk.
Þau fóru og ég sat eftir með foreldrum mínum og við horfðum á auðan sjónvarpsskjáinn og mig langaði að kveikja á sjónvarpinu en vissi að ég átti að láta það ógert. Ég fann að þau horfðu bæði á mig og biðu þess að ég brysti í grát eða eitthvað, rétt eins og ég hefði ekki vitað allan tímann að þetta færi nákvæmlega svona. Og ég vissi það. Og fann meðaumkun þeirra þegar fengu sér ætiþistlaídýfu með frönskunum sem hafði verið ætlað ímynduðum vinum mínum en þau þurftu frekar á samúð minni að halda. Ég hafði ekki orðið fyrir vonbrigðum. Væntingar mínar höfðu ræst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum