fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Tónlistin – tilbrigði við lífið

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hlusta á tónlist og fara á tónleika og um nýliðna helgi var ég svo heppin að fara á nokkra slíka, ólíka og á fleiri stöðum en einum. Á þeim öllum var saman komið fólk á öllum aldri, flestir í þeim eina tilgangi að njóta góðrar tónlistar í góðra vina hópi. Það var gaman að sjá hversu breiður hópurinn var á hverjum stað, þó að meðalaldurinn hafi hækkað eftir því sem leið á nóttina, enda eiga ungmenni samkvæmt lögum ekki að vera að þvælast seint úti, þótt það sé heimilt í fylgd fullorðinna.

Tónlist tengir fólk saman, unga sem aldna, kunnuga sem ókunnuga, í gleði jafnt sem sorg. Hver hefur til dæmis ekki hent í „mixed tape“ til að tjá ást sína? (eða var það eitthvað sem fólk gerði bara þegar ég var unglingur?), sent vini kveðju með lagi, útbúið „playlist“ fyrir partíið, bílinn, brúðkaupið, afmælið eða annan viðburð?

Hvaða hlutverki gegnir tónlist í lífi þínu? Í mínu lífi skipar hún veigamikinn sess, þrátt fyrir að ég haldi varla lagi og hafi aldrei lært á hljóðfæri. Eins og góður vinur heillar hún mig og fær mig til að hlæja, eins og sársauki fær hún mig til að gráta, sú besta fær mig til að brosa í gegnum tárin.

Mínir bestu vinir og vinkonur eiga öll sitt „þemalag“, lag sem í mínum huga er órjúfanlega tengt hverju og einu þeirra og góðum minningum. Ein vinkona mín er mikið jólabarn og því hefur Where Are You Christmas oft fengið að hljóma í botni á rúntinum í miðborg Reykjavíkur á sumarnóttu, með niðurskrúfaðar rúður og svo syngjum við með eins og við séum algjörar rokkstjörnur vegfarendum til mikillar (ó)ánægju. Önnur vinkona á í öllum mínum minningum ein og sér þekkt Sálarlag, enda er hún í krabbanum alveg eins og ég já.
Þegar mig skortir orð eða til að slá punktinn yfir i-ið nota ég alltaf tónlistina til að tjá mig. Sendi afmæliskveðjur með Youtube-hlekk, tjái ást, vináttu, væntumþykju og söknuð með tónlist. Enn hef ég hins vegar ekki notað hana til að tjá hatur eða aðrar neikvæðar tilfinningar.

Tónlistin fylgir okkur frá móðurkviði þar til við erum borin til hinstu grafar í burtfararsálmi. Tónlistin er tilbrigði við lífið sjálft, eins og lífið er tilbrigði við tónsins stef. Tónlistin bregst mér aldrei, en ef hún er leiðinleg þá er minnsta mál að uppgötva nýtt lag. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er tónlist það sem tilfinningar hljóma.

Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum