fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Magnea og Aníta saman í skemmtilegri verslun

A. M. Concept Space er ný konseptverslun og sýningarrými

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A. M. Concept Space er ný konseptverslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur. Í versluninni, sem staðsett er í Garðastræti 2, fást fallegar flíkur frá þeim báðum. Hugmyndin að baki versluninni byggist á breytileika, fallegri útfærslu og samrunaeiningu mismunandi lista- og hönnunarvara.

Báðar leggja þær ríka áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni þótt nálgun þeirra sé gjörólík. Þær eiga það sameiginlegt að hafa báðar verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verk sín.

Verslunin er ekki hin hefðbundna fataverslun. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt og hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni. Þannig skapa þær skemmtilegan og breytilegan heim í kringum búðina og vörurnar og auka jafnframt upplifun gesta. Þær bjóða hvern listamann velkominn með því að halda sérstakt opnunarhóf með mismunandi áherslum eftir eðli samstarfsaðilans.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þær hafa opið á hefðbundnum búðartíma en bjóða einnig upp á persónulegri þjónustu og heimsóknir, þar sem einstaklingar eða hópar geta bókað tíma utan opnunartímans, en þessi kostur hefur verið vinsæll hjá vinkonuhópum sem vilja koma saman og fá nánari kynningu á hönnuðunum og vörunum sem í boði eru hverju sinni, en heimsóknir geta verið sniðnar að hverjum hóp fyrir sig.

Vel heppnaðri listsýningu með Auði Ólafs lauk á dögunum þar sem verk Auðar skreyttu búðina og voru til sölu. Í framhaldinu fengu þær stöllur, Aníta og Magnea, Angan vörumerkið til liðs við sig. Fyrir þá sem ekki vita er Angan íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Íris Ósk Laxdal, stofnandi Angan, hefur lagt sig fram við að skapa hugarheim sem á að vera sannkölluð upplifun fyrir öll skilningarvit. Í opnunarhófi á dögunum var sem dæmi boðið upp á ginkokteil með lavender og salti en húðvörurnar eru búnar til úr íslensku sjávarsalti og villtum jurtum. Nú er rýmið gjörólíkt því sem var þegar listsýningin fór fram fyrir örfáum dögum og má sjá íslenskar jurtir í uppstillingum, gestir geta prófað íslensku húðvörurnar og mátað einstakar kvenflíkur frá Magneu og Anítu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hvaðan kom hugmyndin um rýmið í Garðastræti?

„Við höfðum verið að leita að sameiginlegri vinnustofu með möguleika á sýningaraðstöðu í svolítinn tíma þegar Garðastrætið kom upp í hendurnar á okkur. Við sáum strax hvað rýmið bauð upp á mikla möguleika. Við erum sammála um að hugmyndin um rými sem fataverslun ein og sér sé dálítið einhæf og henti ekki endilega okkar hönnun. Við viljum bjóða upp á ákveðna heildarupplifun og nýja hugmyndafræði.“

Teljið þið ykkar búð hafa sérstöðu?

„Okkur hefur fundist vanta ákveðinn skilning á fatahönnun sem einhverju öðru en varningi sem hægt sé að kaupa. Við viljum að fólk fái tækifæri til að sjá vinnuferli okkar, að sú vara sem við kynnum sé afrakstur skapandi ferlis okkar. Hugmyndafræði verslunarinnar er því ákveðið samtal, okkar á milli sem hönnuða og við þriðja aðila úr öðrum skapandi greinum, en hugmyndin er að reglulega fáum við inn nýjan aðila til að kynna sín verk eða vöru og skapa nýja upplifun í búðinni.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hverjir fleiri koma í samstarf á næstu mánuðum?

„Við erum búnar að bóka samstarf við ýmsa aðila út árið og höfum ekki sett okkur neinar skorður þar sem við viljum ekki takmarka okkur við eitthvert eitt listform heldur þvert á móti að rýmið verði síbreytilegt og því erum við opnar fyrir öllum miðlum. Nafnið sem við völdum á verslunina gefur þetta til kynna, A. M. Concept Space stendur fyrir Anita Hirlekar og Magnea Concept Space og þýðir í raun að vörur okkar séu þar til sölu en rýmið sé opið fyrir ýmsu samstarfi. Þegar við opnuðum verslunina vorum við með verk til sýnis frá Auði Ómarsdóttur myndlistakonu, mjög litrík verk sem skreyttu veggina og fataslárnar voru þá í miðjunni á meðan núverandi samstarf við Írisi Ósk hjá Angan leggur meiri áherslu á búðargluggann og upplifun á hennar vöru í gegnum önnur skynfæri en augun. Það er áhugavert að sjá vörurnar okkar í nýju samhengi þegar við vinnum með mismunandi listamönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum