fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Fjölskyldufyrirtæki í fasteignaviðhaldi

Kynning

M1 ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

M1 ehf. er framsækið fjölskyldufyrirtæki sem sinnir almennu fasteignaviðhaldi – öllu því sem viðkemur múr- og steypuviðgerðum, almennu múrverki og málningarvinnu, bæði innan- og utanhúss, endursteiningu og múrklæðningu. Fyrirtækið eiga hjónin Kolbeinn Hreinsson, sem er múrara- og málarameistari, og Helena Hermansen, sem er málarameistari og viðskiptafræðingur. M1 ehf. er félagi í Samtökum iðnaðarins.

Í kringum átta manns starfa að jafnaði í fyrirtækinu sem hjónakornin stofnuðu árið 2010, eftir að hafa lært húsamálun í kjölfar hrunsins 2007. Starfsmönnum fjölgar þó yfir sumartímann og eru þá oft 15–20 manns starfandi auk undirverktaka. Kolbeinn og Helena hafa alltaf unnið sjálf í fyrirtækinu með mannskapnum og fylgst vel með öllu. „Við höfum aldrei viljað vera mjög stór, því við viljum vinna í fyrirtækinu og sjá um verkstjórn. Börnin okkar hafa líka unnið með okkur og er t.d. Sindri verkstjóri við framkvæmdir við Hallgrímskirkju og Kristín málar með mér á sumrin,“ segir Helena.

Kolbeinn hefur unnið við múrverk síðan um fimmtán ára aldur og hefur því gríðarlega reynslu. „Við leggjum mikla áherslu á að vanda til verks og nota eingöngu viðurkennd efni. Starfsmenn okkar fá líka oft hrós fyrir góða umgengni og framkomu,“ bætir Kolbeinn við. „Svo getum við alveg unnið saman þótt við séum hjón,“ segir Helena og Kolbeinn bætir við: „Einmitt, ég fæ alveg að ráða hvenær ég vaska upp.“ Þau eru bæði sammála um að húmor sé einn mikilvægasti hlekkurinn í vel heppnuðu samstarfi og nauðsynlegur til að halda uppi góðum starfsanda.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

M1 ehf. tekur þátt í bæði opnum og lokuðum útboðum á vegum verkfræðistofa og hefur fengið fjölda verkefna gegnum þessi útboð. Einnig er mikið um að einstaklingar og húsfélög leiti beint til M1.

M1 hefur undanfarið m.a. unnið að eftirfarandi verkefnum:

Suðurhlíð 38.
„Eldra múrkerfi tókum við af í fyrra, gerðum við allar múr- og steypuskemmdir, og húsið var svo steinað upp á nýtt. Við tókum einnig allar flísar af svalagólfum og settum dúk og gúmmíflísar ofan á öll svalagólf, þar sem svalagólfin eru að hluta til loft íbúðarinnar fyrir neðan.“

Sólvallagata 66–68.
Húsið er tilbúið að framan. „Við gerðum við framhliðina og endursteinuðum hana árið 2012 og klárum bakhliðina í sumar.“

Safamýri 59.
„Þar var öll málning tekin af húsinu og gert við allar múrskemmdir. Síðan var heilfiltað yfir alla steinfleti og loks málað.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hallgrímskirkja.
„Núna erum við að gera við Hallgrímskirkju. Það eru töluverðar skemmdir í steypunni og lekavandamál, þá sérstaklega á þökum og stuðlabergssúlunum. Við tókum gamla þakdúkinn og munum setja nýjan,“ segir Kolbeinn. ,,Skemmd steypa er brotin í burtu og gert við járnabindinguna í steypunni áður en endursteypa á súlum hefst, einnig er megnið af múrkápunni fjarlægt og ný múrkápa (svokallaður munsturmúr ) sett á með sömu áferð,“ bætir Helena við. „Undanfarin ár höfum við einnig séð um málningarvinnu innanhúss í Hallgrímskirkju.“

„Fjölbreytt verkefni eru í gangi hjá okkur í dag og sýna svolítið hvað við erum að fást við dagsdaglega Þessi verkefni eru Hallgrímskirkja, Klettaskóli (múrvinna innanhúss), blokk í Álfkonuhvarfi (gluggamálun) og Hraunstígur (viðgerðir, filtun og málun). Auk þess sem mörg önnur verkefni eru á döfinni þetta árið.“

Kolbeinn vill meina að best sé að hafa reglulegt viðhald á húsum enda sé það ódýrast til lengri tíma litið. Það þarf nefnilega að halda viðhaldinu við. „Já, maður sér það núna að kreppan bitnaði töluvert á viðhaldi húsa,“ segir Helena.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það hefur verið nóg að gera hjá hjónakornunum í M1 og útskýrir Helena skilgreininguna á ehf. á skemmtilegan hátt: „Ehf. stendur eiginlega fyrir ekkert helv… frí“ og skellir upp úr. „Það hef ég frá góðri vinkonu minni sem hefur reynslu af því,“ bætir Helena við. Húmorinn er greinilega í lagi hjá þeim báðum. „Við hjá M1 bjóðum einstaklingum og húsfélögum að leita til okkar til að taka út eignir og gera verktilboð í kjölfarið. Ef fólk hefur áhuga á að spjalla við okkur þá mælum við með að það sé gert sem fyrst. Við erum byrjuð að bóka verkefni fyrir sumarið 2018,“ segir Kolbeinn. Hins vegar er viðhaldsvinnan ekki eingöngu bundin við sumartímann, hægt er að vinna megnið af undirbúningsvinnunni yfir veturinn. Því er um að gera að hafa samband sem fyrst við M1 og semja um viðhald á eignum.

Hægt er að hafa samband við Kolbein í síma 896-6614 og Helenu í síma 843-3230. Vefpóst er svo hægt að senda á veffangið m1@simnet.is.

Fyrirtækið er staðsett að Marargötu 8, Vogum á Vatnsleysuströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum