fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Aðaldekk: Stórir reynslubankar í nýju fyrirtæki

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. maí 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef unnið á verkstæði samfellt síðan ég var 16 ára en ég er 38 ára í dag. Hér er síðan einn maður með fimm ára reynslu af bílaviðgerðum og annar með um tíu ára reynslu. Hér eru því samankomnir stóri reynslubankar þó að fyrirtækið sé nýtt,“ segir Friðfinnur Tómasson hjá fyrirtækinu Aðaldekk sem var stofnað í apríl árið 2016 og er því ársgamalt. Alls starfa fjórir bifvélavirkjar hjá fyrirtækinu.

Gífurleg vertíð stendur núna yfir í dekkjaskiptum því núna eiga allir bílar að vera komnir á sumardekk en margir eru seinir fyrir. Aðaldekk sinnir bíleigendum hratt, vel og örugglega varðandi dekkjaskiptin. Viðskiptavinum býðst bæði að koma með eigin dekk og láta skipta um eða kaupa úrvalsdekk á staðnum:

„Við erum með Radar-dekkin sem eru úrvalsvara en auk þess bjóðum við upp á rússnesku Cordiant vetrardekkin sem hafa reynst afskaplega vel. Síðan er vaxandi hópur hérna á höfuðborgarsvæðinu sem ekur á heilsársdekkjum og við bjóðum upp á þau líka,“ segir Friðfinnur. Radar-dekkin eru hljóðlát, endingargóð og ódýr og því mjög góður kostur fyrir bíleigendur.

Nafnið á fyrirtækinu og dekkjavertíðin núna gefa til kynna að Aðaldekk sé fyrst og fremst dekkjaverkstæði en svo er ekki – þjónustan er mjög fjölbreytt: „Það er allt vitlaust að gera í dekkjunum núna en heilt yfir árið myndi ég segja að viðgerðirnar væru svona um 70% af starfseminni. Það er yfirleitt mikið að gera hérna en samt kemst fólk að með bílinn sinn með stuttum fyrirvara,“ segir Tómas.

Aðaldekk bjóða upp á dekkjaskipti, umfelgun, smurþjónustu og almennar viðgerðir og leggja meðal annars sérstaka áherslu á góða bremsuhluti á hagstæðu verði. Á öllum þessum sviðum leggja Aðaldekk áherslu á trausta og góða þjónustu á hagstæðu verði.

Aðaldekk eru til húsa að Miðhrauni 15, Garðabæ. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17. Panta þarf tíma fyrir bílinn áður en komið er með hann á staðinn og er best að gera það í síma 588 7577 eða senda fyrirspurn á netfangið adaldekk@adaldekk.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum