fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Borðuðu eins og Victoria‘s Secret fyrirsætur í fjóra daga: „Eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini“

Candace og Michelle framkvæmdu áhugaverða tilraun

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 6. maí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf talsverðan viljastyrk og aga til að verða farsæl fyrirsæta eins og tvær ungar konur komust að raun um fyrir skemmstu.

Candace Lowry og Michelle Khare halda úti vinsælum YouTube-síðum og þær leiddu áhorfendur sína í allan sannleikann um það hvernig það er að borða eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret gera áður en þær fara á sýningarpallinn. Óhætt er að segja að þær hafi ekki verið sérstaklega hrifnar af kúrnum og segjast alls ekki mæla með honum.

Erfiðir níu dagar

Tilraun þeirra Candace og Michelle tók fjóra daga, en fyrstu tvo dagana borðuðu þær tiltölulega eðlilega. Það er að segja: Þær borðuðu eins og ofurfyrirsætur gera dagsdaglega en settu svo í annan gír seinni tvo dagana og borðu eins og ofurfyrirsætur gera dagana áður en þær fara á pall. Þá er neysla hitaeininga verulega skorin við nögl.

Candace og Michelle fóru eftir leiðbeiningum sem ofurfyrirsætan Adriana Lima gaf lesendum Telegraph í viðtali árið 2011. Þar sagði Adriana að síðustu níu dagana fyrir sýningu myndi hún aðeins drekka próteindrykki og eggjaduft og tæpa tvo lítra af vatni á degi hverjum. Síðustu tvo dagana myndi hún hætta vatnsþambinu og síðustu tvo dagana ekki innbyrða neitt, ekki einu sinni vatn.

Áður en tilraunin hófst höfðu þær vinkonur samband við næringarfræðing sem sagðist ekki mæla með þessari aðferð við neinn.

„Hræðilegur megrunarkúr“

Eins og að framan greinir var mataræðið fyrstu tvo dagana nokkuð eðlilegt og fjölbreytt. Morgunmaturinn samanstóð af hafragrauti, eggjahvítum, appelsínum og jógúrt. Kvöldmaturinn samanstóð af brokkólí, kínóa og kjúklingabringu. Fyrsti dagurinn gekk ágætlega en annan daginn fór Michelle að kvarta undan þreytu. Þriðji dagurinn var enn erfiðari og virtist tilraunin fara mjög í skapið á henni.

„Þessi megrunarkúr er hræðilegur og eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini að prófa,“ sagði Michelle. Undir lok tilraunarinnar sammæltust þær um að fyrstu tveir dagarnir hefðu gengið ágætlega enda borðuðu þær næringarríkan og hollan mat þá daga. Þær sammæltust einnig um að seinni tveir dagarnir hefðu að miklu leyti snúist um að „lifa af“. Michelle sagðist hafa átt erfitt með svefn og hún hafi raunar verið mjög lengi að ná sér eftir tilraunina. Það hefði tekið hana marga daga.

„Þetta er ekki heilbrigð leið til að léttast og það myndi enginn ganga í gegnum þetta að óþörfu,“ sagði Michelle og bætti við að það væri í sjálfu sér sérstakt enda séu fötin, sem fyrirsæturnar klæðast, ætluð fyrir hinn venjulega borgara sem borðar venjulegan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum