fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Fallegur skógarvöllur í heillandi umhverfi

Kynning

Golfklúbburinn Flúðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. maí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golfklúbburinn Flúðir (GF) var stofnaður árið 1985 og er því rúmlega 30 ára. Klúbburinn er með starfsemi sína á hinum fallega skógarvelli, Selsvelli. Hagstætt veðurfar á Flúðum veldur því að það er nánast alltaf logn á Selsvelli – völlurinn minnir því um margt á golfvelli erlendis þar sem aðstæður til golfiðkunar eru almennt hagstæðari, ekki síst þar sem hann býður líka upp á skjólgott umhverfi sem heillandi er fyrir kylfinga að upplifa. Völlurinn er að mestu á flatlendi, sem hentar mörgum kylfingum vel.

Flatirnar eru almennt í smærri kantinum og það getur því verið nákvæmisverk að koma boltanum nálægt holunni. Veðurfar á Flúðum bætir hins vegar upp fyrir margt því lítill vindur hefur verið einkennismerki Selsvallar á Flúðum til margra ára.

Það eru nokkrar skemmtilegar brautir á Selsvelli sem rétt er að gefa frekari gaum. Sjötta brautin er afar skemmtileg því slegið er af teig á nokkurri hæð og er mikið útsýni yfir völlinn. Tólfta brautin er einnig skemmtileg að því leyti að hægt er að reyna við flötina af teig þó áhættan sé mikil. Að lokum er það fimmtánda holan meðfram Litlu-Laxá, falleg hola þar sem margir kylfingar freista þess að ná fugli.

Í vor ákvað GF að bjóða í fyrsta sinn upp á nýliðagjald fyrir þá sem eru 40 ára og yngri og hafa ekki áður verið meðlimir í klúbbnum, aðeins 20.000 kr. á mann á ári í tvö ár.

Golfklúbburinn Flúðir er hluti af heildstæðri og aðlaðandi gisti- og veitingaþjónustu sem rekin er á Flúðum. Golfklúbburinn Flúðir er rekinn sem séreining en öll þjónusta við golfara fer fram á veitingastaðnum Kaffi-Sel. Vinsælt er hjá fyrirtækjahópum að panta golfhring og síðan grillveislu á eftir. Þá eru pitsuhlaðborð á Kaffi-Sel mjög vinsæl, ekki síst eftir unglingamótin. Á hlaðborðinu eru allar pitsur á matseðli í boði, gestir borga sig inn á hlaðborðið og fá sér pitsur eins og þeir geta í sig látið.

Kaffi-Sel er að Efra-Seli, í þriggja kílómetra fjarlægð frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Þar er einnig rekin gisting, Efra-Sel Hostel. Staðsetningin er afar hentug fyrir ferðafólk sem vill skoða allt það sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða og njóta fegurðar þessa svæðis til hins ýtrasta.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Golfklúbbsins Flúðir og þær eru einnig veittar í síma 661-5935 og 486-6454.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum