Þér er boðið á frumsýningu

Þér er boðið á frumsýningu

Fréttatilkynning

Fyrir tæpum þremur árum kom á markað ný upplýsingaveita, 1819 sem er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. 1819 breytti íslensku umhverfi á þeim markaði en þá fór í loftið nýr og ódýrari valkostur, þar sem notendur gátu hringt inn allan sólarhringinn fyrir mun lægri verð. Frá fyrsta degi létu viðbrögðin ekki á sér standa og fyrir vikið hefur félagið dafnað og starfsemi þessi aukist mikið.

1819 starfsmenn hafa kappkostað við að veita framúrskarandi þjónustu, gott aðgengi og lág verð.

Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt verkefni að mæta þörfum notanda 1819 og sem liður í því að efla þjónustuna við viðskiptavini. Við erum stolt af því að kynna til leiks, viðbótar nýja vöru sem heitir DÍLLINN.

DÍLLINN er fyrir alla íslendinga sem nota snjallsíma því appið okkar er komið með nýtt útlit og nýja þjónustu. Í Dílnum getur þú sótt ýmis tilboð frá fyrirtækjum með því að slá inn símanúmer, notandinn fær þá sms til baka með staðfestingu á völdu tilboði. Náðu þér í 1819 appið í símann og byrjaðu að spara. Svo einfalt er það!

Frumsýningateiti er í dag, 6. apríl kl. 17.00 í Smárabíó.

Sjáumst!

Ágústa Finnbogadóttir
Framkvæmdastjóri 1819

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.