fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Ef yfirmaðurinn þinn sýnir þessa hegðun er honum ekki treystandi

Fimm atriði sem benda til þess að þú ættir að vera á varðbergi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú kannast við eitthvað af eftirfarandi atriðum í fari yfirmanns þíns þá skaltu forða þér, ef marka má grein sem birtist á vef Forbes í gær.

Númer 1

Hann kvartar undan starfsfólkinu eða stjórnendunum við þig. Sá sem slúðrar við þig gæti allt eins slúðrað um þig

Númer 2

Ef hann er upptekin af því hvenær starfsfólkið er á staðnum og hvenær ekki og fylgist vel með hvenær það mætir og hvenær það fer. Slíkur yfirmaður er ekki traustsins verður. Ef tíminn sem eytt er á staðnum er mikilvægari en afrakstur vinnunnar í augum yfirmannsins sýnir það að yfirmaðurinn er fullur af ótta. Manneskja sem er full af ótta er manneskja sem ekki er hægt að treysta. Slík manneskja gerir hluti sem sjálförugg manneskja geri ekki. Eins og að henda starfsmönnum fyrir bíl til að bjarga sjálfri sér.

Númer 3

Ef yfirmaðurinn þinn er hræddur við þá sem eru yfir honum, þá er honum ekki treystandi. Yfirmaðurinn segist kannski standa mér þér en hann mun svíkja þig við fyrsta tækifæri til að líta betur út í augum þess sem er yfir honum.

Númer 4

Ef yfirmaðurinn þinn þarf að kenna öðrum um í hvert sinn sem eitthvað fer úrskeiðis er hann ekki trausts þíns verður. Margir yfirmenn eiga við þetta vandamál að stríða, þeir höndla ekki álagið sem fylgir því að bera ábyrgð á sinni deild. Þeir finna því sökudólg til að skella skuldinni á ef eitthvað fer ekki eins og það átti að fara. Hann gæti verið mjög vinalegur þegar hann er ekki undir álagi en þú getur ekki treyst honum þegar álagið eykst.

Númer 5

Ef yfirmaðurinn þinn er of upptekin af markmiðum og tölulegum árangri er honum ekki treystandi. Ef það eina sem skiptir hann máli er að ná settum markmiðum daglega þá hefur hann ekki hæfileika til að stjórna með því að treysta starfsfólki sínu. En yfirmaður sem getur það er sá eini sem er þess virði að hafa þig og hæfileika þína í vinnu.

Ef yfirmaðurinn þinn sýnir þessi einkenni þýðir það ekki að þú ættir að leita að nýrri vinnu strax. En þú þyrftir mögulega að spyrja þig hvað það er sem þú leitar eftir á vinnustaðnum þínum og hvort þú fáir það í núverandi stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum