fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Brautryðjandi í pítsugerð og fyrstur með súrdeigspítsur

Kynning

La Luna pizzeria-steakhouse, Grensásvegi 10

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

La Luna pizzeria-steakhouse er nýr veitingastaður sem þó byggir á gamalli þekkingu og afar langri reynslu. Staðurinn, sem er að Grensásvegi 10, var opnaður þann 13. janúar síðastliðinn. Eigandinn, Þorleifur Jónsson, sem ávallt er kallaður Tolli, var áður með La Luna á Rauðarárstíg og var þá fyrstur á Íslandi til að bjóða upp á súrdeigspítsur en súrdeigsbotninn er eitt af megineinkennum matreiðslunnar á La Luna:

„Súrdeigið brotnar betur niður í meltingunni, flýtir fyrir henni og er ekki eins þungt í maga og gerhveitibotninn,“ segir Tolli en fjölskyldufólk sækir mikið á La Luna þar sem það veit að það er að gefa börnunum sínum heldur hollari pítsur vegna súrdeigsins. En hverjar eru vinsælustu pítsurnar á staðnum:

„Humarpítsan er mjög vinsæl og þykir óvenjuleg. Pítsa sem heitir Eat-Pray-Love er líka afar vinsæl, sem og upprunalega pepperónípítsan.“

Að sögn Tolla er bæði vinsælt að sækja pítsur og borða á staðnum enda er stór og góður veitingasalur á La Luna sem tekur marga í sæti. Fjölmargir vinnustaðir eru í nágrenninu eins og allir vita og er vinsælt að koma í hádegismat á La Luna, ekki síst er þá ásókn í steikurnar sem þar eru í boði en þær eru á mjög góðu hádegistilboði, aðeins 1.990 krónur.

„Fastakúnnar hér eru margir sem komu áður á La Luna á Rauðarárstíg en svo eru líka smám saman að safnast upp fleiri fastakúnnar hér í hverfinu,“ segir Tolli en sem fyrr segir kemur margt fjölskyldufólk á staðinn í kvöldmat.
La Luna hefur orð á sér fyrir gæðamatreiðslu og góða þjónustu enda er eigandinn enginn nýgræðingur í bransanum.

Hann var eigandi Eldsmiðjunnar frá 1994 til 2007 og eigandi Reykjavík Pizza Company frá 2005 til 2007. Tolli er því einn af brautryðjendunum í pítsugerð á Íslandi og sem fyrr segir var hann fyrstu til að bjóða upp á súrdeigspítsur.
La Luna pizzeria-steakhouse er opinn virka daga frá kl. 11.30 til 21.30. Á laugardögum er opið frá 12.00 til 21.30 og á sunnudögum frá 17.00 til 21.30. Símanúmer er 577-3838.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum