Fólk sækir í gæðin og verðið hefur lækkað

Fiskbúð Hólmgeirs, Þönglabakka 6

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við opnuðum í miðri kreppu og síðan hefur allt verið upp á við hjá okkur,“ segir Hólmgeir Einarsson, eigandi Fiskbúðar Hólmgeirs sem staðsett er í Mjóddinni, nánar tiltekið að Þönglabakka 6. Fiskbúðin, sem stofnuð var þann 15. júní 2009, hefur notið mikillar velgengni og er rómuð fyrir gæði, hreinlæti, framúrskarandi þjónustu og hagstætt verð – en nýlega lækkaði Hólmgeir kílóverð á öllum fiski um 200 krónur:

„Ástæðan var hagstætt ferð á fiskmörkuðum en við gætum þess ávallt vandlega að skila verðlækkunum til viðskiptavina. Þetta er lækkun upp á 10 til 20 prósent, mismunandi eftir tegundum,“ segir Hólmgeir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Meirihluti viðskiptavina Fiskbúðar Hólmgeirs er íbúar í hverfinu en einnig kemur töluvert af fólki úr Kópavogi. „En hingað kemur líka fólk langt að út af gæðunum. Við leggjum mikið upp úr að bjóða einungis gæðahráefni. Auk þess pössum við ofboðslega vel upp á hreinlæti. Þú finnur til dæmis ekki fiskilykt hérna inni í búðinni. Síðast en ekki síst leggjum við mikla áherslu á að veita góða þjónustu,“ segir Hólmgeir.

Aðspurður um vinsælar fisktegundir segir Hólmgeir að þorskurinn sé alltaf að vinna á en langa sé líka orðin vinsæll fiskur. Vinsældir þessara tegunda séu að einhverju leyti á kostnað ýsunnar en almennt ríkir fjölbreytni í fiskneyslu landsmanna.

Fiskbúð Hólmgeirs býður upp á mikið úrval af tilbúnum réttum en Hólmgeir segir að samtals séu um 40 bakkar í borðinu hjá honum, með ferskum fiski og tilbúnum réttum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sem fyrr segir er Fiskbúð Hólmgeirs til húsa í Mjóddinni, að Þönglabakka 6, Reykjavík. Búðin er opin mánudaga–fimmtudaga frá kl. 9.00 til 18.30 og föstudaga frá kl. 9.00 til 18.00.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.