fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Ellingsen breytir og bætir á Fiskislóð

Kynning

Nýjar vörur og nýtt útlit

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru flestir farnir að kannast við Ellingsen á Fiskislóð 1. Þar hefur til margra ára verið ein stærsta útivistarverslun á Íslandi. Nú stendur til að verslunin gangi í gegnum endurnýjun lífdaga á vordögum. Þá verður farið í gríðarlegar endurbætur á húsnæðinu, fleiri verslanir og fyrirtæki koma þar inn og verslun Ellingsen verður minnkuð í kjölfarið. Vöruúrvalið mun hins vegar ekki minnka og síðustu mánuði hefur ýmislegt bæst við flóru Ellingsen. Starfsfólk Ellingsen er fullt af tilhlökkun vegna húsnæðisbreytinganna og getur ekki beðið eftir að gera allt fínt og flott og líður eins og verið sé að taka heimilið í gegn.

Ellingsen fyrir alla

Í Ellingsen sækir fjölbreyttur hópur fólks og hefur fjöldi ferðamanna stóraukist síðastliðin ár, enda er Ellingsen einn stærsti endursöluaðili í einnota gasi. Föstum viðskiptavinum hefur einnig fjölgað ört og þá sérstaklega úr vesturbænum og Seltjarnarnesi. Nú þarf ekki að rjúka út í bæ til að redda málunum og margir unglingarnir farnir að sjást í Ellingsen hettupeysunni sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum.

Árstíðabundin verslun

Það eru spennandi tímar framundan. Í kjölfar húsnæðisbreytinga mun Ellingsen laga sig betur að árstíðunum en áður og bjóða þannig upp á vöruúrval sem hentar hverju tímabili fyrir sig. Það verður alltaf jafnspennandi og nýtt fyrir viðskiptavini að koma í verslunina enda alltaf eitthvað nýtt í boði. Við búum áfram að gríðarlega öflugu úrvali í öllum deildum og erum stolt af því hversu gaman er að koma og skoða vörurnar okkar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Láta snjóleysi ekki stoppa sig

Þrátt fyrir að veturinn í ár hafi ekki verið sá snjóríkasti upp á síðkastið þá hefur það haft lítil sem engin áhrif á snjósleðasölu hjá Ellingsen. Hingað streyma fyrirtæki og einstaklingar til að kaupa sleða, fjórhjól, jet-ski eða annað og bæta þá oftast við Scott snjósleðafatnaði sem er ein flottasta snjósleðalínan sem er í boði í dag.

Nýtt í Ellingsen

Síðastliðið vor tókum við inn íþróttamerkin Nike, Champions og Adidas sem hafa gert gríðarlega lukku meðal viðskiptavina okkar. Eins tókum við inn Arena sundfatnað og stimpluðum okkur þar með inn sem alhliða útivistarverslun fjölskyldunnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Duggarapeysan snýr aftur

Um jólin settum við á markað Ellingsen prjónalínu sem er byggð á gömlu „Duggarpeysunni“ sem setti Ellingsen á kortið á síðustu öld. Í línunni eru peysur, vettlingar, hanskar, trefill, húfa og teppi. Peysurnar seldust samstundis upp en eru væntanlegar aftur í byrjun febrúar. Það er gaman að segja frá því að peysan er íslensk hönnun og prjónuð á Íslandi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fyrsta flokks útivistarfatnaður fyrir fjölskylduna

Í Ellingsen fæst nú flest allt sem fjölskyldan þarf til að eiga góðar stundir saman í náttúrunni. Hvort sem um er að ræða hjólreiðar, sundferðir, fjallgöngur, útilegur eða veiði, þá getur Ellingsen reddað málunum. Hvort sem þú ert að leita að ullarfötunum frá Devold, stígvélum frá Muck, Coleman tjaldi, Bergans göngupoka eða Rapala vöðlum, þá færðu það hér. Ellingsen býður einnig upp á töluvert úrval af útivistarfatnaði frá Mountain Hardwear, Columbia og Didriksons.

Verslunin verður opin á meðan á breytingunum stendur og viljum við biðjast velvirðingar fyrirfram á raski og óþægindum sem viðskiptavinir geta fundið fyrir en við tökum vel á móti öllum með bros á vör. Verslun Ellingsen á Akureyri stendur svo vaktina fyrir norðlendinga og aðra sem leggja leið sína á Norðurland.

Ellingsen er staðsett að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík og Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri.
Verslunin er opin alla virka daga frá 10 – 18,
laugardaga frá 10 – 16
og sunnudaga 13 – 17. Lokað á sunnudögum á Akureyri.
Sími: 580 8500
Email:ellingsen@ellingsen.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum