fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

„Á endanum verður þetta ríkisperan“

Kynning

Rafvörumarkaðurinn: LED-perur mun hagstæðari en glóperur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir eru hikandi af því það er hærra verð á LED-perum. En þegar upp er staðið er alltaf miklu hagstæðara að kaupa LED vegna þess að endingin er miklu meiri. Þetta borgar sig alltaf. Einnig má nefna varðandi útiljósin að þá er það þannig með glóperur að það myndast raki inni í ljósinu þegar hitinn frá því blandast við útikuldann þegar frost er. Þetta vandamál er úr sögunni þegar notast er við LED-útiljós.“

Þetta segir Sigurður Davíð Skúlason, sölumaður hjá Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla í Reykjavík, en verslunin er klár í slaginn fyrir LED-væðinguna sem nú á sér stað.

„Lýsingin er bjartari, en í raun er hægt að stýra því alveg eftir eigin óskum, því það er til svo mikið úrval af mismunandi LED-perum. Sveigjanleikinn er svo miklu meiri en í glóperunum og svo má nefna að LED-perurnar eru núna allar orðnar dimmanlegar, þannig að birtustiginu ræður þú sjálfur, auk þess sem LED-peran er svona almennt bjartari. Þannig er t.d. 60w LED-peran 806 lm en 60w glópera er bara 530 lm. Hún lýsir minna.“ (Ath. Lúmen er SL-mælieining fyrir ljósflæði, táknuð með lm).

Rafvörumarkaðurinn býður upp á LED-perur í hæsta gæðaflokki og þar er Philips fyrirferðarmikið merki: „Philips er sígilt merki og mjög fínt. Við erum með Philips innikúpla, stílhreina og mjög hentuga. Við eigum 6w í LED sem jafngilda 40w ef um glóperu væri að ræða. 10w jafngilda 60w og 16w jafngilda 85w. Það eru þessar þrjár helstu gerðir af birtustigum,“ segir Sigurður og nefnir til sögunnar fleiri sterk merki, til dæmis Calex en það eru mjög flottar og vandaðar perur. „Við erum með LED-útiljós frá Fumagalli. Þau eru með LED-platta sem hægt er að skipta um, sem er mikill kostur. Með plattanum fæst miklu meiri dreifing í ljósið en það er ekki þessi punktur í miðjunni sem fylgir glóperunni heldur ljós allan hringinn – dreifist miklu betur.“

Sem fyrr segir kosta LED-perur meira en glóperur en eru mun ódýrari þegar upp er staðið þar sem þær endast margfalt lengur. Rafvörumarkaðurinn býður líka upp á ódýrari LED-perur fyrir þá sem eru hikandi og vilja prófa LED áður en þeir skipta yfir. Þær perur hafa þó ekki hina dæmigerðu endingu LED-ljósa, en eru ágætt milliskref.
Sigurður segir að LED-væðingin sé á fullri ferð um þessar myndir. „Það hefur orðið mikil aukning það sem af er þessu ári og frá því skömmu fyrir áramót. Við seljum nánast eingöngu LED-perur í dag þannig að þetta er það sem koma skal. Á endanum verður þetta ríkisperan.“

Rafvörumarkaðurinn er sem fyrr segir í Fellsmúla í Reykjavík. Opið er virka daga frá 9 til 18, laugardaga frá 11 til 16 og sunnudaga frá 12 til 16. Rafvörumarkaðurinn er á Facebook: facebook.com/rafvorumarkadurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum