fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Ævintýrið byrjaði á einum poka

Kynning

Platinum gæludýrafóður, það besta á markaðnum

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöllurnar Líney Björk Ívarsdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir hafa báðar verið hundaræktendur í mörg ár og vita sitthvað um mikilvægi þess að velja gott og rétt fóður fyrir hundinn. Þær eru umboðsaðilar fyrir Platinum gæludýrafóðrið á Íslandi en það er saga að segja frá því hvernig þær kynntust fóðrunu. „Ég kynntist fyrst þessu einstaka fóðri í gegnum hundaræktanda minn í Tékklandi. Ég var þá föst í viku úti í Þýskalandi með rakka sem ég var að sækja til hundaræktanda míns. Þetta var þegar gosið í Eyjafjallajökli var og lokað var fyrir allt flug. Þá reddaði hundaræktandi minn mér poka af Platinum fóðri og sagði þetta besta fóðrið fyrir hundinn. Eftir það varð ekki aftur snúið; ég sá að þetta var eitthvað allt annað en fóðrið sem til var á markaðnum hér heima. Þegar heim var komið kynnti ég fóðrið fyrir Líneyju það kviknaði mikill áhugi hjá okkur að flytja það inn,“ segir Sigrún.

Líney og Sigrún.
Líney og Sigrún.

Ekki aftur snúið

Í upphafi var planið að flytja bara inn fóður fyrir þeirra eigin hunda, vini og kunningja, en þegar stöllurnar höfðu samband við Platinum fyrirtækið þá sáu þær að það var ekki um annað að ræða en að gerast umboðsaðilar fyrir Platinum á Íslandi. „Við gerðum samning við fyrirtækið um að flytja fóðrið inn og höfum gert það síðan,“ segir Sigrún. Eins og með margar góðar hugmyndir þá byrjaði framleiðslan á Platinum gæludýrafóðri inni í bílskúr hjá framsýnum Þjóðverja. Á síðustu fjórtán árum hefur Platinum stækkað mjög hratt enda um gæðavörur að ræða. Platinum fóðrið er svo eina fóðrið í heiminum sem er með TÜV gæðavottun um kjötinnihald, en TÜV er sjálfstætt og óháð gæðavottunarfyrirtæki fyrir gæludýrafóður.

Platinum. Fóður fyrir alla hunda

Framleiðsluferli fóðursins er einstakt. Kjötið er hitað varlega í eigin soði upp að 95°C. Næst er það látið kólna í soðinu sem gerir bitana lungamjúka. Vítamínum, fitu og olíu er bætt við eftir á þegar kjötið er við stofuhita, en þannig getur Platinum ábyrgst hámarksnýtingu næringarefna. Einnig varðveitist prótíninnihaldið vel og hundurinn fær fóður sem er líkast því sem hann myndi fá í villtri náttúrunni. Bragðið er svo sérstaklega gott og því hentar Platinum einstaklega vel fyrir matvanda hunda. Einnig hentar það þeim sem eru með viðkvæman maga og/eða þjást af húð- og feldvandamálum. Þess má geta að fóðrið hentar vel hundum sem eru með ofnæmi þar sem ekki eru notuð erfðabreytt korn eða hrísgrjón. Að auki fást kornfríar bragðtegundir.

Tannhirða gæludýra

Árangurinn er ótrúlegur.
Árangurinn er ótrúlegur.

Tannsteinn er algengt vandamál í gæludýrunum okkar. Hann veldur andremmu og ef hann er látinn óáreittur, veldur hann sýkingum í tannholdinu og jafnvel tannskemmdum. Langvarandi tannholdsbólga getur verið hættuleg og veldur gæludýrinu miklum óþægindum. Tennur losna og dýrið hættir að geta étið. Hægt er að fara með dýrið í tannhreinsun hjá dýralækni, en slíkt krefst svæfingar, sem getur reynst gæludýrinu erfið og í einstaka tilfellum leitt til dauða.
Frá Platinum koma frábærar tannirðuvörur fyrir bæði hunda og ketti. Platinum Oral Clean+Care er í hentugu gel- eða úðaformi og algerlega náttúrulegt. Í vörunni er að finna virk efni eins og sítrusolíur, sem innihalda engin súr efni og erta því ekki glerunginn. Aðrar virkar olíur hjálpa til við hreinsun og verndun glerungsins, stuðla að heilbrigði og ferskum andardrætti. Oral Clean+Care vinnur á andremmunni innan fárra daga, sem er oftast fyrsta vísbendingin um sýkingu í munni.

Auðvelt að nota hundatanngelið frá Platinum.
Auðvelt að nota hundatanngelið frá Platinum.

„Þú einfaldlega úðar eða berð efnið á tennur hundsins tvisvar á dag, kvölds og morgna og lætur standa. Mikilvægt er að gefa dýrinu ekki mat eða vatn í þrjátíu mínútur fyrir og eftir notkun. Nóg er að bera efnið á loppur kattarins þar sem þeir sleikja það af,“ segir Sigrún. Hverfi andfýlan ekki innan fárra daga, með notkun Oral Clean+Care, er ráðlagt að fara með dýrið í heimsókn til dýralæknis.

Hægt er að panta Platinum vörurnar í vefverslun Platinum; platinum.is eða versla hjá söluaðilum: Dekurdýr á Dalvegi 18, Kópavogi og Dýrlæknirinn í Keflavík. Einnig taka Sigrún og Líney við pöntunum í gegnum síma og í vefpósti. Sé viðskiptavinur ekki ánægð/ur með vöruna er boðið upp á 100% endurgreiðslu sé vörunni skilað innan 100 daga.
Líney, sími: 899 – 6555
Sigrún, sími 862 – 6969
Email: platinum@platinum.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Platinum og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum