Strigamyndirnar slá í gegn og eru frábær jólagjöf

Myndun

Myndun er lítið þjónustufyrirtæki á Sauðárkróki sem bæði þjónustar fyrirtæki og selur einstaklingum vinsælar vörur. Myndun er framarlega í skiltagerð, merkingum á fyrirtækisbílum og ýmsu fleiru þessu skylt. Undanfarið hafa strigamyndir frá Myndun slegið í gegn en nú er orðið vinsælt að stækka fjölskyldumyndir og strekkja þær á striga.

„Aðallega eru það einstaklingar sem kaupa þessar strigamyndir í jólagjöf og tækifærisgjafir, gjarnan myndir af fjölskyldu og þess háttar. Fólk sendir okkur ljósmyndir og við stækkum, prentum, lökkum og strekkjum á blindramma úr timbri. Þetta kemur mjög skemmtilega út og það verður dálítill grófleiki í þessu sem er heillandi. Algeng stærð á þessum myndum er 40X60 en þær eru niður í 20X20 og alveg upp í 1,45x2,00 metra fleka,“ segir Þröstur Magnússon, annar eigandi Myndunar, en hann vinnur í fullu starfi hjá fyrirtækinu.

Strigamyndirnar eru ekki dýr jólagjöf en mynd í meðalstærð kostar um 12.000 krónur. En nú um þessar mundir er einmitt 20% afsláttur af strigamyndum til 15. desember.

Myndun leggur áherslu á að veita öllu landinu svona þjónustu og eru myndirnar sendar hvert á land sem er og sendingarkostnaður er innifalinn í öllum pöntunum yfir 10.000 kr. „Við reynum að nýta okkur markaðinn um allt land og það skiptir engu máli þó að við séum staðsettir á Sauðárkróki,“ segir Þröstur.

Gjafabréf og strigamyndir er hægt að panta með því að senda tölvupóst á myndun@myndun.is, hringja í síma 867-5007 eða hafa samband á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/myndun/. Að sögn Þrastar nota viðskiptavinir Myndunar mjög gjarnan Facebook-síðu fyrirtækisins enda svarar hann þar öllum fyrirspurnum greitt og vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.