fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

Íslenskt bistro í fremstu röð: Staff Kitchen & Bar verður opnað í dag

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að taka níu mánuði. Þetta er bara eins og að eignast barn,“ segir Daníel Örn Einarsson og hlær við. Hann og félagi hans, Snorri Grétar Sigfússon, opna formlega nýjan veitingastað í dag, Staff Kitchen & Bar, að Laugavegi 74. Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur en núna loksins hefur draumurinn ræst. Raunar hefur staðurinn verið opinn til prufu í nokkra daga og hafa viðtökur verið mjög góðar.

„Já, við höfum verið að þjálfa starfsfólk, prófa matseðla og einfaldlega læra á húsið, til dæmis finna rafmagnstöflurnar, en önnur þeirra var vel falin,“ segir Daníel en að sögn þeirra félaga hafa Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn sótt staðinn fyrstu dagana.

„Við ætlum ekki síður að gera út á Íslendinga en útlendinga. Við viljum gefa Íslendingum tækifæri til að borða úti í miðbænum og við leggjum áherslu á að stilla verði í hóf. Það gerum við með því að kaupa hráefni beint frá framleiðendum og vinna allt frá grunni. Á hinn bóginn erum við staðsettir í miðbænum og það veldur því auðvitað að margir erlendir ferðamenn sækja hingað líka, til dæmis er hér þriggja hæða hótel beint fyrir ofan okkur,“ segir Snorri.

Að sögn þeirra félaga skilgreina þeir Staff Kitchen & Bar sem íslenska útgáfu af bistro. „Hér er hægt að fá allt frá plokkfiski upp í fínustu nautasteikur. Við erum með hægeldaða lambaskanka, framúrskarandi nauta ribeye og síðan klassíska nautalund. Hráefnið er íslenskt og við vinnum allt frá grunni. Staðurinn heitir „Staff“ sem er skírskotun í að hér vinnur fagfólk úr veitingageiranum. Ég er til dæmis lærður matreiðslumeistari og Daníel hefur starfað sem þjónn,“ segir Snorri.

Báðir segjast lengi hafa átt þann draum að opna eigin veitingastað: „Þetta hefur verið draumur hjá mér í að minnsta kosti ellefu ár,“ segir Daníel.

„Við kynntumst þegar við vorum báðir að vinna á Kol og smullum saman. Urðum eiginlega eins og kærustupar. Núna erum við hins vegar orðnir hundleiðir hvor á öðrum og ætli hjónabandið endi ekki bara með skilnaði,“ segir Snorri í gríni og þeir skella báðir upp úr.

Daníel segir að hugmyndir þeirra varðandi svona veitingastað hafi farið mjög vel saman. „Snorri er eldri og hann kemur með reynsluna, en ég er yngri og ferskari. Þetta er ágætisblanda,“ held ég.

Staff er opinn í hádeginu og þá er áherslan lögð á léttan hádegisseðil með fiski dagsins og súpu dagsins. Staðurinn er síðan opnaður aftur kl. 18 og er opinn langt fram eftir kvöldi. Fjölbreytni og gott úrval af bæði fiskréttum og kjötréttum einkennir Staff auk áherslunnar á ferskleika og að vinna allan mat frá grunni.

Núna er nýbúið að prenta gjafabréf fyrir inneign á Staff og er það óneitanlega góð jólagjöf að fá máltíð á þessum ferska og spennandi stað. Gjafabréfin má kaupa á staðnum eða panta í síma 772-4592.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum