fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Vinsælt lyf sagt auka líkur á krabbameini

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 4. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Syddansk Universitet í Óðinsvéum í Danmörku hafa komist að því að vinsælt lyf auki líkur á krabbameini til muna.

Um er að ræða lyfið Hydrochlorothiazide sem oft er gefið einstaklingum með of háan blóðþrýsting. Þetta kemur fram í danska blaðinu Politiken en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of the American Academy of Dermatology.

Lyfið er sagt auka líkur á húðkrabbameini til muna. Anton Pottegård, aðstoðarprófessor við Syddansk Universitet, segir að rekja megi 250 tilfelli húðkrabbameina á ári hverju til þessa lyfs.

Rannsóknin var mjög umfangsmikil og náði hún til 80 þúsund Dana sem á einhverjum tímapunkti hafa greinst með húðkrabbamein. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að eftir því sem fólk notaði lyfið lengur, þeim mun meiri var hættan á húðkrabbameini. Er hættan allt að sjö sinnum meiri hjá þeim sem nota lyfið og þeim sem nota það ekki.

En það eru ekki allar tegundir húðkrabbameina sem notkun á lyfinu er sögð tengjast. Þannig virðist notkunin aðeins auka hættuna á svokölluðu flöguþekjukrabbameini, en 2.500 Danir greinast með slíkt húðkrabbamein á ári hverju. Samkvæmt niðurstöðunum væri hægt að koma í veg fyrir tíunda hvert tilfelli með því að hætta notkun á lyfinu.

„Þetta er áhyggjuefni. Við rannsökuðum aðra vinsæla lyfjaflokka og fundum engin tengsl,“ segir Anton Pottegård við Politiken.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum