fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Aukavinnan varð að öflugu fyrirtæki

Kynning

Þvottahúsið Perlan, Hvammstanga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2005 keyptu hjónin Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson sér hús á Hvammstanga. Í núverandi bílskúr heimilisins var á þessum tíma rekin þvottaþjónusta með þremur þvottavélum, tveimur þurrkurum og strauvél. Hjónin tóku yfir þessa starfsemi, sem var aðallega þvottur fyrir sjúkrahúsið á staðnum, og sinntu henni í aukavinnu fyrstu árin, en síðan hefur starfsemin vaxið gífurlega. Starfsmenn fyrirtækisins síðasta sumar voru 22 talsins en átta starfsmenn, að þeim hjónum meðtöldum, vinna allt árið hjá fyrirtækinu.

„Maðurinn minn sagði upp starfinu sínu fyrir tveimur árum og ég töluvert fyrr,“ segir Sigfríður en þau hjónin helga fyrirtækinu alla starfskrafta sína. „Ferðaþjónustan sprakk út hérna í héraðinu eftir 2011 og síðan hefur verið geysilega mikið að gera. Við höfum lítið sem ekkert auglýst heldur einfaldlega reynt að svara þeirri eftirspurn sem hefur streymt til okkar,“ segir Sigfríður. Að sögn hennar teygir starfsemin sig út fyrir Hvammstanga, til hótela í sveitum, t.d. í Víðidal, auk þess sem eitt verkefni er í gangi á Sauðárkróki.

Sigfríður með dótturinni Önnu Sveinborgu.
Sigfríður með dótturinni Önnu Sveinborgu.

Í dag notar Perlan fjórar þvottavélar, fjóra þurrkara og tvær strauvélar.

Meginstarfsemi Perlunnar er þvottur fyrir hótel og minni gististaði auk þrifa á hótelum og gistiíbúðum. Perlan þvær einnig þvott fyrir einstaklinga sem þess óska en meginþungi starfseminnar er fyrirtækjaþjónusta.

„Við höfum auk þess bætt við okkur þrifum fyrir grunnskólann hérna og hluta af sjúkrahúsinu. Auk þess höfum við til kvöldmat á sjúkrahúsinu,“ segir Sigfríður. Sem fyrr segir er mun meira að gera á sumrin en ferðamannavertíðin er þó farin að teygja sig inn í haustið og var töluvert að gera í október og nóvember.

„Það er líka gott að halda hótelunum inni allt árið þó að minna sé að gera yfir veturinn, því þá heldur maður yfirsýninni betur.“

Í hópi sumarfólksins er nokkuð um framhaldsskólanema sem koma til starfa hjá Perlunni ár eftir ár. Einnig er eitthvað um erlent starfsfólk hjá fyrirtækinu og segist Sigfríður fá margar fyrirspurnir að utan hjá fólki sem langar til að starfa hjá Perlunni.

Perlan er staðsett að Höfðabraut 34, Hvammstanga. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 896-3530.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum