fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

„Þess vegna hringja kúnnarnir aftur og aftur“

Kynning

Ræsting og ráðgjöf veitir þjónustu á háu gæðastigi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræstingar og ráðgjöf er fyrirtæki sem tjaldar ekki til einnar nætur. Eigandinn, Guðlaugur V. Guðlaugsson, hefur starfað við ræstingar frá árinu 1995 en fyrirtækið í núverandi mynd var stofnað árið 2010. Fullkominn tækjakostur, stöðugleiki í mannahaldi, mikil þekking og umfram allt langtímaviðhorf til verkefna og þjónustu gera Ræstingar og ráðgjöf að afar traustu fyrirtæki sem viðskiptavinir leita til aftur og aftur. „Þó að við séum litlir þá erum við stórir í því sem við erum að gera,“ segir Guðlaugur, en hann vísar þar annars vegar til þess að starfsmenn fyrirtækisins eru aðeins 3–5 hverju sinni og heildarársverk um fimm. Hins vegar tekur fyrirtækið að sér mörg og margvísleg verkefni og sum mjög stórtæk. Ræstingar og ráðgjöf þjónustar jöfnum höndum lítil og stór fyrirtæki, stofnanir, húsfélög, skóla og leikskóla.

Einu hreinsivélar landsins fyrir rúllu- og rennistiga

Ræsting og ráðgjöf hefur sterka stöðu á hreingerningamarkaðnum og margvíslega sérstöðu. Hún birtist meðal annars í því að fyrirtækið er eini aðilinn hér á landi sem hefur yfir að ráða hreinsivélum fyrir rúllu- og rennistiga. Þetta eru þýskar hágæðavélar: „Vélarnar eru vottaðar af flestum stærstu framleiðendum hreingerningavéla fyrir rúllustiga og rennistiga í heiminum,“ segir Guðlaugur. Um er að ræða tvær vélar og Guðlaugur útskýrir muninn á þeim:

„Juma Step 100 er ætluð fyrir rúllustiga og þrífur þá í kyrrstöðu, þrífur upp þrepið. Juma Travel 600 er hins vegar ætluð fyrir bæði rennistiga og rúllustiga. Hún er mun hraðvirkari og hægt að bjóða upp á ódýrari hreinsun með henni á meðan Juma Step 100 þrífur ítarlegar og með henni er boðið upp á það sem kallast full hreinsun. Annar kostur við Juma Travel 600 er sá að hægt er að þrífa með henni á meðan stigarnir eru í gangi.“

Juma Travel 600 fyrir rúllustiga og rennistiga
Juma Travel 600 fyrir rúllustiga og rennistiga

Með Juma-vélunum þjónustar Ræsting og ráðgjöf Isavia í Leifstöð, Smáralind og Kringluna. Guðlaugur bendir á að nauðsynlegt sé að þrífa rúllu- og rennistiga til að draga úr slysahættu en óhreinindi valda því smám saman að stigarnir verða hálir.

Ónýtir gólfdúkar verða sem nýir

Rúllu- og rennistigavélarnar eru sannarlega ekki einu vélknúnu tækin sem fyrirtækið hefur yfir að ráða en framúrskarandi tækjakostur er einn af hornsteinunum í rekstrinum. Við gólfvinnu er beitt skúringavélum til að þrífa og öflugum bónleysivélum til að hreinsa upp gamalt bón. Gólfin eru síðan bónuð með höndum.

Fyrir ...
Fyrir …
... og eftir
… og eftir

„Við höfum farið þá leið að eyða meiri tíma og gera hlutina vel. Það er undirvinnan sem skiptir höfuðmáli. Rétt eins og enginn vill málara sem þekur ekki nógu vel þá þarf bónið að þekja gólfdúkinn vel til að fylla upp í hann og jafna hann upp. Við höfum til dæmis verið að endurnýja dúka sem höfðu verið úrskurðaðir ónýtir en við höfum náð að hreinsa þá upp og gera sem nýja. Við notum líka vissa tækni til að hreinsa upp gamla bónið án þess að skemma yfirborðið á dúkunum,“ segir Guðlaugur. Á myndum sem fylgja greininni má sjá raunveruleg dæmi um þessi verk – „ónýtan“ gólfdúk fyrir og eftir vinnu Guðlaugs og hans manna.

Teppahreinsun og steinteppahreinsun

„Við erum mjög stórir í teppahreinsunum fyrir hótel, meðal annars. Ég flyt sjálfur inn efnin sem við notum. Meðal annars flyt ég inn vissar gerðir af duftsápum sem kristallast í teppunum þannig að engar sápuleifar verða eftir og því enduróhreinkast teppin síður. Auk þess bjóðum við upp á óhreinkunar- og blettavörn sem er úðað yfir teppin eftir að við höfum þrifið þau. Vörnin lokar teppunum þannig að eftir hreinsun líta þau út eins og þau komu úr verksmiðjunni upphaflega,“ segir Guðlaugur. Fyrirtæki hans sérhæfir sig líka í þrifum á steinteppum fyrir smáa sem stóra aðila og þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í viðhaldi á steinteppum.

Tækjakostur – þekking – mannskapur

Guðlaugur hefur alltaf lagt höfuðáherslu á að leggja eins mikla vinnu og kostnað og þarf í hvert verkefni til að skila hágæða vinnu en síður lagt upp úr ágóða af hverju verkefni. Hann telur mikilvægara að efla orðsporið og tryggja viðskiptavinum alltaf toppþjónustu:

„Þess vegna hringja kúnnarnir í mig aftur og aftur,“ segir Guðlaugur og bætir við að sum verkefni gefi af sér á meðan önnur geri það ekki – það er bara eins og gengur. „Í bónvinnu og teppahreinsun erum við í 80–90% tilvika að þjónusta sömu aðilana ár eftir ár,“ segir hann.

Áður höfum við drepið á tækjakosti fyrirtækisins sem ávallt er framúrskarandi en Guðlaugur hefur líka verið mjög gæfusamur með starfsfólk:

„Ég er svo heppinn með strákana sem vinna fyrir mig að þeir þrífa alltaf eins vel og þeir væru að þrífa fyrir sjálfa sig. Ég hef verið með sömu starfsmennina ár eftir ár og því hefur þekking og reynsla viðhaldist í fyrirtækinu. Viðskiptavinirnir vita því að þeir eru alltaf að fá til sín starfsmenn sem þekkja aðstæður og kunna til verka. Þetta fyrirtæki er ekki rekið með skammtímagróða í huga, ég borga góð laun og allt er hér rekið á háu gæðastigi.“

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni clean.is, í síma 770-4630 og með fyrirspurnum á netfangið gvg@clean.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum