fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

10 ráð til að verða 100 ára

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Genin skipta ekki mestu máli ef þú vilt lifa vel og lengi heldur er það lífstíllinn sem þú aðhyllist. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn geturðu minnkað líkurnar á hjartaáfalli um helming með því að hreyfa þig meira, borða fisk, ávexti og grænmeti reglulega og forðast sígarettur og ofneyslu áfengis. Höfundur rannsóknarinnar, Thomas Perls, mælir með eftirfarandi tíu átriðum ef við viljum ná 100 ára aldri.

1. Ekki hætta að vinna

„Í þeim samfélögum þar sem fólk hættir of snemma að vinna er tíðni of feitra gamalmennra hærri en annarsstaðar,“ segir ítalski félagsvísindamaðurinn Luigi Ferrucci og bætir við: „Þegar fólk sest í helgan stein fer það að dunda í garðinum en dettur út úr öðru daglegu lífi. Ef það er ekki annað í boði en að hætta í vinnunni skaltu reyna finna þér eitthvað verðugt verkefni. Skráðu þig í sjálfsboðastarf.“

2. Notaðu tannþráð

Rannsókn sem framkvæmd var í New York háskólanum árið 2008 sýnir að með því að nota tannþráð fækka bakteríum í munni. Þessar bakteríur eru taldar valda skemmdum á æðakerfinu. Önnur rannsókn bendir til að eftir því sem bakteríumagnið sé meira því meiri séu líkurnar á hjartavandamálum.

3. Hreyfðu þig

„Líkamsrækt er besta leiðin til að viðhalda æskunni,“ segir Jay Olshansky klæknir við háskólann í Illinios. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti þess að hreyfa sig reglulega, bæði fyrir skapið, hugann, jafnvægið, vöðvana og beinin. „Áhrifin koma strax eftir fyrstu æfingu. Þú þarft ekki endilega að hanga í ræktinni tímunum saman. Farðu í hálftíma göngutúr á hverjum degi. Þú getur meira að segja farið í góða skó og skellt þér í Smáralindina og kíkt í gluggana í leiðinni,“ segir Olshansky.

4. Borðaðu trefjar á morgnanna

Blóðsykurinn helst jafn yfir daginn ef þú borðar trefjaríkan morgunverð samkvæmt rannsókn Ferrucci og félaga en Ferrucci heldur því fram að mikil neysla trefja varni gegn sykursýki.

5. Sofðu í sex tíma

Bættu frekar árum við líf þitt en klukkutímum við sólarhringinn með því að sleppa svefni. „Líkami okkar notar svefn til að endurhlaða sig og lækna. Settu svefn í forgang,“ segir Perls, höfundur rannsóknarinnar.

6. Borðaðu hollan mat

Rannsóknin gefur til kynna að þeir sem fá öll nauðsynleg næringarefni, steinefni og vítamín kalki síður í ellinni. Leitaðu uppi litríkustu ávextina og grænmetið fyrir hugann og minnið.

7. Slakaðu á

„Hreyfðu þig reglulega, farðu í jóga, hugleiddu eða bara dragðu inn andann djúpt nokkru sinnum á dag og þú eykur líkurnar á að ná 100 ára aldri,“ segir Perls.

8. Taktu upp lífshætti Sjö daga Aðventista

Þeir Ameríkanar sem kalla sig Sjö daga Aðventista lifa að jafnaði í 89 ár eða áratugi lengur en meðal Bandaríkjamaðurinn. Aðventistar hugsa vel um líkama sinn sem þeir fengu að láni frá guði, þeir reykja ekki, drekka ekki og borða sjaldan sælgæti. Þeir borða grænmeti, ávexti og hnetur og hreyfa sig mikið auk þess sem þeir leggja mikla áherslu á fjölskyldu og samfélagið.

9. Lifðu af vana

Samkvæmt sérfræðingi í öldrunarsjúkdómum lifa þeir lengst sem borða sama matinn og gera sömu hlutina út lífið. „Að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma á hverjum degi er góð leið til að halda líkamanum í jafnvægi. Að sama skapi á líkaminn erfiðara með öll frávik eftir því sem við eldumst,“ segir Ferrucci sem segir að óregulegur lífstíll veiki ónæmiskerfið.

10. Vertu í sambandi

Lykillinn að góðu andlegu heilbrigði er að vera í reglulegu sambandi við vini og ættingja. Þunglyndi og andleg vanlíðan getur valdið ótímabæru andláti. Sumir sálfræðingar telja að félagslegu samskiptin sem eiga sér stað við líkamsrækt fullorðinna sé í raun mikilvægari en hreyfingin sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum