fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Þessi ungu hjón eru sönnun þess að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi – Sjáðu myndirnar

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hjónin Lexi og Danny Reed frá Indiana í Bandaríkjunum hafi breytt um lífsstíl á undanförnum tveimur árum.

Frá því í ársbyrjun 2016 hafa þau lést um samtals 180 kíló. Þau njóta mikilla vinsælda á Instagram þar sem 463 þúsund manns hafa fylgst með gangi mála hjá þeim hjónum.

Áður en að lífsstílsbreytingin hófst var Lexi, 27 ára, 220 kíló og Danny, 29 ára, var 130 kíló. Í samtali við ABC News í Bandaríkjunum segjast þau hafa verið orðin þreytt á þeim lífsstíl sem þau lifðu.

Það var svo um áramótin fyrir tveimur árum að hjónin settu sér markmið. Þau ákváðu að taka upp heilbrigðari lífsstíl; hreyfa sig reglulega og borða hollan og fjölbreyttan mat og leyfa svo áhugasömum að fylgjast með á Instagram.

Þetta hefur gengið vonum framar og hafa hjónin varla litið um öxl síðan þau byrjuðu lífsstílsbreytinguna. Þau segja að þau hafi notið góðs af því að hafa farið í átakið saman og getað hvatt hvort annað til dáða. Þá hafi þau sett sér markmið í sameiningu og haldið sig við þau.

Sem fyrr segir eru hjónin nú 180 kílóum léttari en fyrir tveimur árum og eins og gefur að skilja er talsvert erfiði að baki. „Það erfiðasta var að breyta sambandi okkar við mat. Þegar ég var sem þyngst þá eldaði ég aldrei mat. Við fórum alltaf út að borða. Í þau skipti sem við borðuðum heima þá var það frosin pítsa eða eitthvað annað óhollt. Með því að halda matardagbók og skipuleggja máltíðir var auðveldara að halda sig við markmiðin. Við gátum stjórnað því hvað við borðuðum hverju sinni.“

Lexi og Danny segjast líta björtum augum til framtíðar, enda ekki annað hægt. Það sé frábær tilfinning að vakna á hverjum degi og vera ekki fangi í eigin líkama, eins og Lexi orðar það.

Hjónin eru 180 kílóum léttari.
Og eftir Hjónin eru 180 kílóum léttari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum