Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni

Essensia, Hverfisgötu 4–6

Mynd: © Karl Petersson 2016

Veitingastaðurinn Essensia var opnaður fyrir rétt rúmu ári og er hugarfóstur Hákonar Más Örvarssonar sem vildi opna ekta ítalskan veitingastað í fínni kantinum. Fyrir utan hágæða matreiðslu hefur verið lögð mikil vinna í að hafa umhverfið sem fallegast og í ósviknum ítölskum anda: „Við fengum til okkar ítalska arkitekta til að hanna staðinn og allar innréttingar og smíði – stólar, borð og barinn, öll ásýnd staðarins er flutt inn frá Ítalíu,“ segir Hákon.

Það sama má segja um matseldina, þar á meðal pizzugerðina, þetta er allt ekta ítalskt: „Við gerum pizzur í þessum Napolitana-stíl sem fer þannig fram að pizzan er aldrei mikið lengur en eina og hálfa til tvær mínútur í 320°C heitum eldofninum. Það fer hins vegar meiri tími í að undirbúa hana, fletja út deigið og setja ofan á hana. Pizzurnar eru lagaðar aðeins minni en gengur og gerist en hráefnið er það sem gerir gæfumuninn varðandi gæðin.“

Humarpizzan fræga
Humarpizzan fræga
Mynd: © Karl Petersson 2017

Vinsælasta pizzan á Essensia er humarpizzan og hefur hún slegið svo rækilega í gegn að hún er orðin eitt af helstu einkennismerkjum staðarins: „Við notum ítalska San Marsano-tómata sem eru mikilvægt hráefni í þessum Napolitana-pizzum. Við gerum okkar eigin Ricotta-ost og notum einnig mascarpone sem grunn með tómötunum, síðan, að sjálfsögðu, humarinn okkar góða. Við þetta bætist síðan smá chili, hvítlauksolía og sjávarsalt,“ segir Hákon, en aðrar pizzur á matseðlinum eru líka vinsælar og vandað er til verka við gerð þeirra í hvívetna, til dæmis við hina hefðbundnu Margarita-pizzu, og einnig óvenjulegri pizzur, eins og kartöflupizzu með pancetta-beikoni, rósmaríni og brieosti. Í rauninni er engin sérlöguð pizzasósa á pizzunum okkar heldur notum við San Marsano-tómatana beint og byggjum þetta síðan á deiginu sem er alltaf lagað daglega á staðnum, en þó ekki bakað fyrr en 1–2 dögum síðar; þetta meðal annars er það sem gerir pizzurnar bragðgóðar og einstakar.“

Fyrir utan pizzurnar er matseðillinn á Essensia nokkuð fjölbreyttur. Boðið er upp á afbragðsgóða pastarétti, steikur, fiskrétti og fleira. Og sem fyrr segir er umhverfið fallegt og þægilegt. „Þetta er í fínni kantinum, þú situr vel í gæðastólum og það eru tauservíettur á borðum. Útsýnið er að Hörpu og nágrenni og fólk nýtur þess virkilega að slaka hér á yfir góðum mat,“ segir Hákon, en mjög stórir gluggar prýða staðinn og veita frábært útsýni.

Hákon Már Örvarsson
Hákon Már Örvarsson
Mynd: © Karl Petersson 2016

„Það er mjög vinsælt að koma hingað áður en farið er í leikhús eða Hörpu,“ segir Hákon og kemur ekki á óvart enda bara nokkur skref frá staðnum yfir í Þjóðleikhúsið og örstuttur gangur að tónlistarhúsinu. Staðurinn er vinsæll en að sögn Hákonar eru Íslendingar í meirihluta þó að erlendir ferðamenn sæki staðinn líka nokkuð vel. Essensia tekur 60 manns í sæti í einu.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni essensia.is.

Mynd: © Karl Petersson 2016
Humarpizzan fræga Mynd: © Karl Petersson 2017
Mynd: © Karl Petersson 2016
Hákon Már Örvarsson Mynd: © Karl Petersson 2016
Mynd: © Karl Petersson 2016
Mynd: © Karl Petersson 2016

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.