fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Gæðaskartgripir á hagstæðu verði: Bylovisa.com

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Lovísa H. Olesen opnaði nýlega glæsilega vefverslun, bylovisa.com, þar sem allir skartgripir hennar eru aðgengilegir í miklu úrvali, á afar hagstæðu verði. Lovísa hefur hannað og smíðað skartgripi sem eru í senn fágaðir og líflegir en auk þess tekur hún við sérpöntunum og útfærir hugmyndir viðskiptavina sem þess óska.

„Skartgripirnir mínir eru í heilum línum sem innihalda hringa, eyrnalokka, armbönd og hálsfestar,“ segir Lovísa.
Á bylovisa.com geturðu valið mismunandi gyllingu á silfurskartgripunum og einnig úr mörgum litum af steinum að þínum smekk.

Ég var að koma með nýja skartgripalínu núna sem heitir Unicorn, hana er hægt að skoða á vefsíðunni ásamt öðrum skartgripum sem hafa notið vinsælda undanfarin ár,“ segir Lovísa, sem hefur fengist við þetta fag í meira en tíu ár, en hún útskrifaðist í gullsmíði frá Iðnskólanum árið 2007.

„Það var þessi klassíska iðnnámsleið, þ.e. maður fer á samning hjá meistara og í skóla, ég lærði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist 2007, fór þá beint í meistaranámið og kláraði það. Ég hef unnið við fagið síðan þá, bæði í innflutningi á gullsmíðavörum og í hönnun og smíði á eigin skartgripalínum.“

Steinninn liggur laus inni í svona hálsmeni: Þú getur valið þinn lit.
Steinninn liggur laus inni í svona hálsmeni: Þú getur valið þinn lit.

Sækir innblástur í hversdagsleikann

Við að skoða þessa fallegu og persónulega hönnuðu skartgripi vaknar sú spurning hvar hönnuðurinn fái innblástur í svona verk:

„Ég horfi rosalega mikið í mynstur og form og það sem hversdagsleikinn færir mér hverju sinni. Ég er ekki ein af þeim sem þurfa að fara út í náttúruna til að fá hugmyndir heldur sæki ég frekar í hið daglega líf. Það er hversdagsleikinn sem kveikir í mér.

Hugmyndir leita sífellt á mig, en svo tekur úrvinnslan við síðar og maður fer að púsla þessu saman, það er mjög skemmtilegt.“

Lovísa vinnur sínar eigin skartgripalínur mest úr silfri en gripir úr gulli eru ekki síður í boði fyrir þá sem það vilja. Ef farið er inn á bylovisa.com má sjá úrvalið sem fangar breiðan aldurshóp. Að sögn Lovísu ætti nýja línan hennar að höfða vel til yngra fólks.

Gæðaskartgripir á hagstæðu verði

Athygli vekur hvað skartgripirnir á bylovisa.com eru á hagstæðu verði. Engu að síður er um gæðavöru að ræða. „Mitt markmið er að fólki finnist gæði og verð á skartgripunum mínum það gott að það kaupi fyrir sig sjálft ef það langar í en ekki eingöngu í gjafir,“ segir Lovísa.

Nafnahálsmen eru vinsæl – en það þarf ekki endilega að áletra nafn, fallegt orð eða setning getur verið enn persónulegri.
Nafnahálsmen eru vinsæl – en það þarf ekki endilega að áletra nafn, fallegt orð eða setning getur verið enn persónulegri.

Lovísa er með verkstæði í Garðabænum, þangað er hægt að kíkja og eiga viðskipti. Best er hins vegar að skoða úrvalið á bylovisa.com og annaðhvort kaupa þar og fá heimsent eða setja inn skilaboð á síðuna og komast þannig í samband við Lovísu.

Skartgripalínur Lovísu H. Olesen eru einnig til sölu í verslunum vítt og beitt um landið, sjá nánar upplýsingar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum